Bombay meira Indland,
Indian flag of India


BOMBAY MEIRA
INDLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Við Patton-götu, skammt norðan Viktoríubrautarstöðvarinnar, er 'Mahatma Phule-markaðurinn' ('áður 'Crawford-markaðurinn'), sem var miðpunktur viðskipta borgarinnar fyrrum.  Þar eru óteljandi söluborð hlaðin blómum, grænmeti, ávöxtum, fiski og öðrum matvörum.  Umhverfismarkaðinn er völundarhús gatna og stíga, þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar.  Það er líka gaman að heimsækja gimsteinamarkaðinn Zeveri-basarinn og heildsölu- og útsölumarkaðinn með vefnaðarvörur.  Skammt norðar er Mumbadevi-hofið.

Merkasta safn Bombay er Price of Wales Museum, norðvestan Indlandshliðsins.  Þar eru safn Náttúrusögufélags Bombay og Tata-safnið (sjaldgæf málverk Mógúlaskólanna og fallegir, kínverskir jaðemunir og postulín).  Á safnslóðinni er Jehangirlistasafnið (frá 1952), þar sem haldnar eru sýningar listaverka og ljósmynda.  Í ráðhúsi borgarinnar eru til sýnis alls konar austræn handrit og skjöl hjá Asíufélaginu (Asiatic Society).  Rajabaiturninn, Elphinstoneháskólinn (Elphinstone, Mountstuart var brezkur sagnfræðingur, 1779-1859) og vísindastofnunin beint á móti safninu eru hluti af háskólahverfi Bombay.

Á smáeyjunni Gharapuri, 10 km suðaustan hafnarinnar, eru „Elephanthellarnir”.  Þeir eru sjö alls og voru höggnir inn í klettana á 8. öld.  Í Stórihelli, sem var eitt sinn hof, eru stórskornar höggmyndir og lágmyndaþiljur.  Mest áberandi er þríhöfða stytta af Maheshmurt, sem táknar þríeiningu hindúa:  Brahma, Shiva, og Vishnu.  Vinstra megin er tvíkynja shiva, hægra megin eru tvær jafnstórar styttur af shiva og fylginauti hans, Parvati.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM