Tegucigalpa
er höfuðborg Hondúras.
Hún er í hæðóttu landslagi milli hárra fjalla í 975 m hæð
yfir sjó.
Borgin var stofnuð árið 1578 í hlíðum Picachofjalls sem miðstöð
gull- og silfurleitarmanna og deildi hlutverki með Comayagua 56 km norðvestar
sem höfuðborg á árunum 1824-1880, en þá varð hún endanlega höfuðborg
lýðveldisins.
Árið 1938 sameinuðust hún Comayagüela, sem er sunnan
Cholutecaárinnar.
Nafnið
Comayagüela þýðir „Litla Comayagua”.
Samkeppni var mikil milli Tegucigalpa og Comayagua og ríkisstjórnir
sát til skiptis í borgunum.
Aðalbyggingar
borgarinnar eru m.a. forsetahöllin og þinghúsið, háskólinn (1847)
og 18. aldar dómkirkja.
Iðnframleiðslan var lítil og sniðin að þörfum íbúanna á
svæðinu en hún jókst á áttunda áratugnum í tengslum við bættar
vegasamgöngur.
Helztu framleiðsluvörurnar eru vefnaðarvörur, fatnaður,
sykur, sígarettur, timbur, borðviður, pappír, leirvörur, sement,
gler, málmvörur, plastvörur, efnavörur, hjólbarðar, raftæki og
landbúnaðarvélar.
Árið 1977 voru uppi áætlanir um aukningu framleiðslu vefnaðarvara
og byggð var aðstaða til að þurrka timbur og miðstöð til
fiskdreifingar.
Umhverfis borgina eru silfur-, blý- og sínknámur.
Borgarbúar
reiða sig að mestu leyti á samgöngur í lofti og á vegum landsins,
því að járnbrautum er ekki fyrir að fara.
Vegakerfið, sem nær til stranda Kyrrahafs og Karíbahafs og er
kallað Inter-Oceanic hraðbrautin og Inter-American hraðbrautin liggur
þvert á hana og tengir hana við El Salvador og Nigvaragva.
Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 608.100. |