San Pedro Sula Hondúras,
Flag of Honduras


SAN PEDRO SULA
HONDURAS

.

.

Utanríkisrnt.

San Pedro Sula er höfuðborg Cortéshéraðs í norðvesturhlutanum í dal Ulúaárinnar.  Þangað eru 60 km frá hafnarborginni Puerto Cortés við Hondúrasflóa.  Borgin, sem Spánverjar stofnuðu 1536, hefur verið endurbyggð að mestu.  Hún er í miðju stórs landbúnaðarhéraðs, þar sem mikið er ræktað af bönunum til útflutnings, sykurreyr, hrísgrjónum, maís, kartöflum, cassavarót, og búfé fyrir innanlandsmarkaðinn.  Borgin er líka miðstöð viðskipta, fjármála og vörudreifingar um norður- og vesturhluta landsins auk þess að vera aðaliðnaðarborgin.

Þar er mikið framleitt af matvælum, húsdýrafóðri, vefnaðarvörum, fatnaði, bjór, sápu, borðviði, pappír, húsgöngum, plastvörum, málningu, sementi, gleri, málmvöru, raftækjum, reiðhjólum, lyfjum, efnavöru og margt fleira.  Fellibylurinn Fifi (1974) olli mikilli eyðileggingu á landbúnaðarsvæðunum og nokkrar verksmiðjur skemmdust.  Fríverzlunarsvæði var opnað árið 1974.  Í borginni er skurðarpunktur vegakerfisins og járnbrauta á svæðinu og þar er líka alþjóðaflugvöllur.  (Áætlaður íbúafj. 1983, 362.513).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM