Rotterdam
er hafnarborg við ána Maas í héraðinu Suður-Holland, ófjarri Den
Haag. Hún fékk borgarréttindi
1328 og óx upp í að verða einhver stærsta hafnarborg heims.
Hún er tengd Rín og er aðalmiðstöð hafskipaflutninga til og
frá landinu og Ruhr-héraðinu í Þýzkalandi.
Hafskipaskurðurinn var opnaður umferð árið 1872 (byggður
1866-1890) til að hafskip gætu lestað og affermt þar.
Þessi skurður og gífurleg auking viðskipta ollu mikilli
uppsveiflu á síðasta hluta 19. aldar.
Risastór hafnaraðstaða, Europoort, var byggð við vesturenda
skurðarins á sjöunda áratugi 20. aldar, einkum fyrir losun risaolíuskipa.
Önnur hafnaraðstaða og stærstu iðnfyrirtækin (olíuhreinsun,
skipasmíði, efna-, málm- og sykurverksmiðurI eru á suðurbakka árinnar
Maas. Helztu útflutningsvörurnar
eru kol, vélabúnaður og mjólkurvörur og innflutningurinn byggist aðallega
á olíu, málmgrýti og korni.
Mestur hluti gömlu
Rotterdam og höfnin var í rústum eftir sprengjuárásirnar í síðari
heimsstyrjöldinni og úr þeim reis velskipulögð nútímaborg.
Aðalíbúðar- og verzlunarhverfin eru á norðurbakkanum.
Vestan Coolsingel, aðalskurðarins, er rúmgott verzlunarhverfi
(Lijnbaan), sem er einungis ætlað gangandi vegfarendum.
Hið fræga Boymans-van-Beuningen-safn (1847) er í borginni auk
Erasmusháskólans, sem var stofnaður 1973.
Í Blijdorp-dýragarðinum er fjölbreyttasta safn paradísarfugla
í heimi. |