Maastricht Holland,
Flag of Netherlands


MAASTRICHT
HOLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Maastricht er höfuðborg Limburghéraðs við ána Maas og landamæri Belgíu í suðausturhluta Hollands.  Hún er miðstöð iðnaðar (vefnaður, efnaiðnaður, leirmunir og gler).  Þar standa margar sögulegar byggingar, s.s. Dómkirkja hl. Servatíusar, sem er elzta kirkja landsins, stofnuð á 6. öld.  Maastricht er einnig mikilvæg miðstöð menningar með tónlistarhöll, symfóníuhljómsveit og náttúrugripasafni.  Í desember 1991 var haldin mikilvæg ráðstefna 12 forsætisráðherra ESB-landa, þar sem þeir ákváðu að hraða efnahagslegum og stjórnmálaegum samruna þessara ríkja.  Þetta samkomulag var eftirleiðis kallað Maastricht-sáttmálinn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM