Leeuwarden er höfuðborg
héraðsins Friesland við Harlingen- og Groningen-skipaskurðina í Norður-Hollandi.
Þar er stór ávaxta- og nautgripamarkaður og framleiðsla
fatnaðar, gervisilkis, hördúks, skófatnaðar, sápu, vélbúnaðar
og matvæla. Leeuwarden fékk
borgarréttindi 1435 og þar standa enn þá mörg falleg hús frá 16.
ög 17. öld. |