Holland land náttúra,
Flag of Netherlands


HOLLAND
LAND
og NÁTTÚRA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Holland er láglent og mikill hluti norðurlandsins er undir sjávarmáli.  Þar er yfirborðið þakið leir og torfi skorið skurðum, ám og vogum.  Austan- og sunnantil er landið lítið eitt yfir sjávarmáli og svolítið hæðótt.  Þar er mesta hæð yfir sjó víðast í kringum 50 m en allrasuðaustast fer hæðin í 107 m.

Hollenzkt munnmæli segir:  „Guð skapaði heimin en Hollendingar Holland”.  Varnargarðar, skurðir, stíflumannvirki og vindmyllur, sem einkenna landslagið
, eru hluti uppþurrkunarkerfisins, sem nær alla leið aftur til miðalda.  Þetta kerfi hefur gert Hollendingum kleift að sækja land í greipar Ægis og stækka Holland um næstum 20%.  Án stöðugrar dælingar og skjóls sandaldanna á ströndinni væri rúmlega helmingur landsins undir vatni.  Síðustu fimm áratugi 20. aldar voru Hollendingar tvisvar minntir rækilega á flóðahættuna.  Hinn 1. febrúar 1953 var stórstreymt og ofsaveður á Norðursjó og varnargarðar og sandöldur stóðust ekki álagið.  Flóðið eyddi 162 þúsund hektörum lands og rúmlega 1800 manns fórust.

Nákvæmlega 42 árum síðar voru rúmlega 250 þúsund manns flutt frá heimilum sínum í miðausturhluta landsins.  Hellirigning í Frakklandi og Þýzkalandi olli flóðum í ánum Rín og Mas og óttast var, að varnargarðar við árnar Lek, Mas og Wal brystu.  Þeir héldu en ríkisstjórnin ákvað að  1,3 miljarða US$ verkefni til styrkingar rúmlega 800 km árvarnargarða yrði flýtt verulega en upprunaleg áætlun hljóðaði upp á verklok árið 2008.

Landfræðileg skiptingStrandlengja landsins að Norðursjó er að mestu þakin sandöldum.  Suðvestantil eru skörð í þeim, þar sem árnar stemma að ósum og mynda óshólma.  Norðantil brauzt sjórinn í gegnum sandöldurnar og myndaði Frísnesku eyjarnar og innan þeirra sjávarfallasvæðið Waddenzee.  Innan sandaldnanna er svæði undir sjávarmáli, varið görðum og haldið þurru með stöðugri dælingu.  Fyrrum Suðursjór (Zuiderzee), árósar Rínar og síðar stöðuvatn, er í þurrkun.  Garður, sem skilur það frá Waddenzee og Norðursjó, var fullbyggður árið 1932, þegar verk við þurrkun u.þ.b. 225 þúsund hektara hófst.  Næstum þrír fjórðungar þessa svæðis voru þurrkaðir fyrir 1980.  Árið 1986 var 12. héraðið, Flevoland, stofnað.

Afganginum af Suðursjó var breytt í ferskt stöðuvatn, sem fékk nafnið IJsselmeer.  Eyjarnar á óshólmasvæðinu í suðvesturhlutanum tóku miklum breytingum eftir stórflóðin 1953.  Þá var hafizt handa við byggingu risastíflukerfis og girt fyrir vogana að Norðursjó.  Þessu verki var lokið 1986 og innan stíflugarðanna mynduðust fersk stöðuvötn og sumar eyjarnar tengdust.

Austurhluti landsins er að mestu þakinn sandi og árseti.  Í suðurhluta Limburghéraðs eru undirhlíðar Ardennafjalla, hæðótt landslag við landamærin að Belgíu.  Þar er Vaalserberg (321m) hæsti punktur landsins.


Ár og vötnHelztu vatnsföll Hollands eru Rín (frá Þýzkalandi) og nokkrar þverár (Wal og Lek) og Mas og Schelde, báðar frá Belgíu.  Þessar ár og þverár þeirra renna til austurs um miðbik landsins.  Við ströndina mynda þær mikla óshólma.  Auk fjölda skipaskurða veita árnar skipum aðgang að Innri hlutum Evrópu.  Norðan- og vestanlands er fjöldi smávatna.  Næstum öll náttúruleg stöðuvötn hafa verið þurrkuð en óshólmaverkefnið og þurrkun Suðursjávar hafa myndað fjölda nýrra, fersk stöðuvötn.  Hið stærsta þeirra er IJsselmeer.

LoftslagHollendingar búa við temprað úthafsloftslag líkt og önnur lönd í Norður- og Vestur-Evrópu.  Meðalhitinn í janúar er l,7°C og meðaljúlíhitinn er 17,2°C.  Meðalársúrkoma er 760 mm.  Sjaldgæft er að sjá heiðan himin og langvarandi frostakaflar eru fátíðir.  Fátt er um náttúrulega fyrirstöðu, þannig að veðurlag er líkt í öllu landinu.

Gróður og dýralífNáttúrulegu landslagi Hollands hefur verið breytt í aldanna rás.  Vegna þess, hve landskortur er mikill og hver þversentimetri er nýttur, er lítið um náttúrulegan gróður.  Hávaxið gras á sandöldum og lyngið á heiðunum gera kanínum lífvænlegt en stærri, villt spendýr finnast ekki nema í sérstökum þjóðgörðum.  Leyfar af eikar-, beyki-, ask- og furuskóga eru verndaðar.  Þurrkun lands hefur skapað umhverfi fyrir fjölda tegunda farfugla.

JarðefniLengi var álitið, að Holland væri fátækt af verðmætum jarðefnum.  Torf til brennslu var unnið nokkuð víða og kol fundust í suðurhluta Limburghéraðs.  Salt var einnig framleitt úr sjó.  Á sjötta og sjöunda áratugi 20. aldar fundust miklar birgðir náttúrugass í Groningenhéraði.  Minni birgðri hráolíu finnast í vestur- og norðausturhlutum landsins.

NáttúruverndNáttúra Hollands er viðkvæm, einkum fyrir mengun.  Nokkrir þjóðgarðar og verndarsvæði hafa verið stofnuð til að koma í veg fyrir að allt náttúrulegt umhverfi hverfi.  Náttúruverndarsamtök hafa barizt gegn landþurrkun og byggingu varnargarða til að bjarga náttúrulegum svæðum.  Baráttu þeirra var kennt um flóðahættuna 1995, því hún olli töfum á styrkingu varnargarðanna við árnar.  Hollendingar eru virkir í hreinsunarstarfi Rínarfljóts.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM