'S-Hertogenbosch Holland,
Flag of Netherlands


'S-HERTOGENBOSCH
HOLLAND
.

.

Utanríkisrnt.

´S-Hertogenbosch er við ármót Dommel og Aa í 5 m hæð yfir sjó í Nordbrabant.  Íbúafjöldinn er nálægt 90.000.  Nafn borgarinnar er oft stykk manna á meðal og hún kölluð 'Den Bosch'.  Flatlendið umhverfis hana liggur undir vatni á veturna.  Hún er verzlunarborg með nautgripamarkaði en iðnað-ur er einnig talsverður, s.s. vindlagerð, matvæli, járnvörur, brugghús o.fl.

'S-Hertogenbosch dregur nafn af hendrik I af Brabant, sem veitti henni bæjarréttindi árið 1185 til að tryggja norðurlandamæri hertogadæmisins gegn Geldern og Hollandi.  Borgin varð brátt að líflegum verzlunarstað vegna hagstæðrar legu við samgöngluleiðir.  Varnarmannvirki voru jöfnuð við jörðu árið 1856.


*Dómkirkjan (rómönsk; 1280-1312) var endurnýjuð á 15. og 16. öld í gotneskum stíl.  Í henni eru 48 kirkjuklukkur.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM