Haarlem Holland,
Flag of Netherlands


HAARLEM
HOLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Haarlem er höfuðborg héraðsins Norður-Hollands við ána Spaame nærri Norðursjó og Amsterdam.  Iðnaðurinn byggist á prentun, bruggun bjórs, litun og framleiðslu súkkulaðis, baðmullarvöru, málningar o.fl.  Haarlem er fræg fyrir blómarækt, einkum túlípana og hýasinta.  Kirkja hl. Bavos (Groote Kerk; 15. öld) er búin orgeli með 5000 pípum, einu stærsta í heimi (Hallgrímskirkja = 5275 pípur).  Framan við kirkjuna stendur stytta Laurens Janszoon Coster, sem Hollendingar heiðra sem upphafsmann prentlistarinnar.  Ráðhúsið frá 13. öld var fyrrum bústaður hollenzku greifanna.  Það hýsir verk hins fræga listmálara Frans Hals, sem bjó lengst af í borginni, og önnur, verðmæt og gömul verk annarra.  Aðrar athyglisverðar byggingar eru m.a. Frans Hals-safnið, Hollenzka vísindafélagið og Pavilion (1788; ítölsk höll með listiðnaðarsafni).

Haarlem lék stórt hlutverk í byltingunni gegn yfirráðum Spánverja.  Árið 1572 sátu 30.000 spænskir hermenn unm borgina í sjö mánuði áður en borgarbúar gáfust upp.  Fjórum árum síðar náði William I, prins af Óraníu, borginni úr höndum Spánverja og innlimaði hana í hið sameinaða Holland.  Fyrstu landnemar vestanhafs skírðu borgarhverfi í New York-borg Harlem.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM