Groningen er höfuðstaður
Groningenhéraðs við ána Hunse í norðausturhluta Hollands.
Hún er stærst borga í þessum landshluta og mikilvæg
hafnarborg við net skipaskurða. Iðnaðurinn
byggist á framleiðslu rófusykurs, bjórs, hvietis og olíufræja.
Í borginni starfar fjöldi gull- og silfursmiða.
Meðal áhugaverðra staða eru kirkja hl. Martins (13.-16. öld),
Aa-kirkjan (13. öld) og Nýjakirkja (17. öld).
Bókasafn ríkisháskólans státar af afriti af latnesku þýðingu
Nýja testamentisins eftir hollenzka húmanistann Desiderius Erasmus með
áritun Marteins Lúters. Borgin
var byggð á rústum herstöðvar Rómverja. Hún var víggirt árið 1255 og var orðin Hansaborg fyrir
árið 1284. Í lok 14.
aldar hafði efnuðu borgurum tekizt að ná völdum úr höndum biskups.
Saga borgarinnar helzt að öðru leyti í hendur við sögu
landsins. |