Breda Holland,
Flag of Netherlands


BREDA
HOLLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Breda er borg í Norður-Brabant við ármót Mark og Aa í grennd við Rotterdam.  Hún er miðstöð verzlunar og iðnaðar (sykur, gosdrykkir, bjór og málmvörur).  Helztu áhugaverðu staðir eru 13. aldar, gotnesk kirkja og 14. aldar kastali (nú herskóli).  Breda fékk borgarréttdindi á 13. öld og var rækilega víggirt á 16. öld.  Siðar voru háðar nokkrar orrustur þar, m.a. í Hollenzka frelsisstríðinu og frönsku stjórnarbyltingunni.  Karl II, Englandskonungur, dvaldi í borginni á meðan hann var í útlegð.  Skömmu fyrir endurreisn hans í apríl 1660 gaf hann út Bredayfirlýsinguna um sakauppgjöf.




 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM