Gvatemala meira,
Flag of Guatemala

TÖLFRÆÐI      

GVATEMALA
MEIRA

Map of Guatemala
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Eldfjallalandið skiptist í þrjú meginsvæði.  Röð tiltölulega ungra eldfjalla með veðraða og eldbrunna hásléttu á aðra hönd í norðri og mjóa tefrastrandlengju á hina.  Elfjallaröðin byrjar á Tacanáfjalli (4093m) við landamæri Mexíkós og heldur áfram yfir landið inn í El Salvador.  Hæsti tindurinn er Tajumulco (4220m).  Þrjú eldfjallanna eru sívirk, Sangiaguito (í suðurhlíðum Santa María, 3772m), Fuego (3835m) og Pacaya (2552m).

Eldbrunna og veðraða hásléttan er að meðaltali rúmlega 2700 m há við landamæri Mexíkós og hallar smám saman niður í tæplega 1000 m hæð við landamæri El Salvador.  Á þessu svæði eru öskufylltar lægðir og hrífandi landslag með fjallavötnum.  Frá rótum eldfjallanna hallar hlíðunum niður að strandlengjunni við Kyrrahafið.  Sléttan ofan hennar tekur við af mjög aðlíðandi hlíðum og er u.þ.b. 450m há, 250 km löng og 40-80 km breið.   Hún er mesta landbúnaðarsvæði landsins.  Þar eru flestar aðalborgir og ¾ íbúa landsins.  Jarðskjálftar og eldvirkni hafa krafizt mikilla mannfórna og valdið miklu eignatjóni þar.

Fjöllin og dalirnir eru náttúruleg mörk milli aðalþéttbýlisins og strjálbýls norðurhlutans í Peténhéraði.  Fjallgarðurinn Sierra los Cuchumatanes í vestri rís í yfir 3000 m hæð.  Í austurátt eru lægri fjöll, Chamá, Santa Cruz, Chuacús, Las Minas og Montaños aðskilin djúpum dölum, sem opnast niðri á mjórri Karíbaströndinni.  Peténhérað er hæðótt og að mestu lægra en 330 m.  Þar er afrennsli aðallega neðanjarðar en urmull af stöðuvötnum, s.s. Petén Itzá, sem er stærst.  Flóð eru algeng þarna á regntímanum.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM