Nýja-Amsterdam
er borg í Norðaustur-Gíana. Hún
er nærri ósum Berbice-árinnar, þar sem hún fellur til
Atlantshafsins. Hollendingar
byggðu borgina 1740 og kölluðu hana Fort Sint Andries.
Árið 1790 varð hún aðsetur nýlendustjórnar Hollendinga og
árið 1803 tóku Bretar hana. Hún
ber enn þá merki hollenzka tímans en dómkirkjan er ensk.
Borgin
er aðalmiðstöð viðskipta og iðnaðar landsins og þar fer fram
vinnsla landbúnaðarafurða frá strandsléttunni (sykurreyr, hrísgrjón
og nautgripir). Hún er í
vegasambandi við Georgetown og ferjan yfir Berbice-ána tengir hana við
Rosignol. Áætlaður íbúafjöldi
1985 var 25 þúsund. |