Georgetown Guyana,
Flag of Guyana


GEORGETOWN
GUYANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Georgetown er höfuðborg Gíneu og aðalhafnarborgin.  Hún er við Atlantshafsströndina við mynni Demerara-árinnar.  Bretar stofnuðu borgina 1781 og nefndu hana eftir George III.  Árið 1784 höfðu Frakkar endurbyggt hana.  Þegar Hollendingar náðu undirtökunum í landinu um tíma var hún kölluð Stabroek og var stjórnsýslusetur nýlendnanna Essequibo og Demerara 1784.  Þegar Bretar náðu aftur völdum 1812, var gamla nafnið tekið upp á ný.

Mörg hús og opinberar byggingar eru úr timbri.  Húsin standa yfirleitt á 1-3 m háum múrsteinssúlum.  Eftir eldsvoðana 1945 og 1951 voru flest húsin í viðskiptahverfinu endurbyggð úr steinsteypu.  Meðal opinberra bygginga í miðborginni eru stjórnsýsluhús, ráðhús og kirkjur.  Gíanaháskóli (1963) er í úthverfinu Turkeyen.  Þarna er líka stór grasagarður, dýragarður, Strandgata og mörg íþrótta- og afþreyingarmannvirki.

Georgetown er aðalviðskipta- og iðnaðarmiðstöð landsins.  Þaðan er fluttur út sykur, hrísgrjón og hitabeltisávextir auk timburs, balata (safi túpíantrésins, sem er notaður í golfbolta og einangrun rafmagnsvíra), báxít, gull og demantar.  Stórar sykurverksmiðjur eru í borginni.  Vegakerfi landsins er lítt þróað og liggur aðallega með ströndinni og stuttar vegalengdir út frá Georgetown.  Höfnin tekur við alþjóðlegri umferð skipa og millilandaflugvöllurinn þjónar mörgum erlendum flugfélögum.  Áætlaður íbúafjöldi 2005 var 78.500.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM