Ródos skoðunarvert Grikkland,
Greece Flag


RÓDOS
Skoðunarverðir staðir
GRIKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Kirkjugarðar borgarbúa af ýmsum trúarbrögðum eru u.þ.b. 2 km sunnan gömlu borgarinar (rétttrúar, katólskra, gyðinga og múslima).  Sunnar er hinn fagri Rodinidalur með almenningsgarði, litlum dýragarði, þjóðlegu leikhúsi og göngustígum.  Hæðin Stefánsfell (111m; góður útsýnisstaður) er 3 km suðvestan nýja borgarhlutans.  Þar eru rústir Akropolis með hofsúlum, íþróttaleikvangi og leikhúsi (endurbyggt).

Hæðin Philerimos (267m; útsýnisstaður) er 15 km suðvestan borgarinnar.  Þar eru rústir Akropolis í Ialysos (aðgangseyrir) og fornleifauppgröftur, sem sýnir rústir Aþenuhofs og klausturs krossfara (endurbyggt).  Sunnar og neðar er fallegur, dórískur brunnasalur (4.öld f.Kr.; varasöm þrep!) og norðvestar er St. Georgskirkjan (15.öld; freskur.) að hluta til neðanjarðar.

Skoðunarferðir um eyjuna
Frá Ródos um Kámeiros til Lindos (111-131 km).  Ekið til suðvesturs meðfram ströndinni.  Sextán km handan flugvallarins er haldið til vinstri (7 km) um Kalamonas, *Fiðrildadalinn (Petalúdes), þar sem þúsundir rauðbrúnna fiðrilda sveima miðsumars.  Það borgar sig 12 km lykkju á leið sína um Embónas.  Fjögurra km lykkja til uppgraftarsvæðis fornborgarinnar Kámeros (6.öld f.Kr. – 6.öld e.Kr.).  Síðan er ekið um útsýnisleiðina ofan strandarinnar 32 km leið til Monólithos (280m).  Einum km vestar er útsýni yfir rústir kastala Jóhannesarriddara og vík í baksýn.  Enn er haldið áfram frá Monólithos 47 km leið í austur, þvert yfir eyjuna til Lindos.  Útúrdúr í áttina til Embonas (16 km til vinstri) að fjalli spámannsins Elías (798m; útsýni; Phunduklikapellan) og síðan 8 km leið til Monólithos.

Frá Ródos um Archángelos til Lindos (62 km).  Ekið í suðurátt, víðast fjarri ströndinni.  Eftir 7 km er ekið til vinstri til fallega baðstrandarbæjarins Kallithéa með fallegri klettaströnd.  Þaðan eru 2 km til Koskinu, fallegs bæjar á hæð með litskrúðugum húsum.  Eftir 7 km þaðan aftur til vinstri til Phaliráki með góðri sandströnd og keramíkverksmiðju.  Þaðan eru 9 km til Aphándu með sandströnd og teppahnýtingarverksmiðju.  Sex km þaðan er þorpið Kolimiea með baðstrandarvík og 6 km lengra er stór og fallegur bær, Archángelos, sem kastalarústir gnæfa yfir í suðurátt.  Sjö km lengra er Malonaþorpið umkringt appelsínu- og sítrónulundum og 18 km lengra er Lindos.

Lindos (40m) er við höfða á miðri austurströndinni, þar sem var blómstrandi verzlunarhöfn í fornöld.  Á allstórum hól við innsiglinguna er hvolfgröf harðstjórans Kleobulos (opin gestum).  Inni í bænum er Maríukirkjan (býzantísk; veggmyndir) og fjöldi húsa (17.öld), þar sem eru söfn glerjaðra leirmuna, sem eru verk borgarbúa á 15.-17. öld.  Í norðvesturhlíð Akropolis (117m) er miðaldavirki Jóhannesarriddaranna, sem Tyrkir gerðu síðar að sínum.  Í klettunum að norðanverðu, neðan við brattar Jóhannesartröppurnar, er 5 m há og jafnbreið lágmynd af skipi (um 200 f.Kr.).  Ofan glæsilegra steinþrepa (röð dórískra Stoasúlna) rís á Akropolis á efsta pallinum (*frábært útsýni).  Þar er Aþenuhof Lindia (að hluta uppgert).  Beint sunnan þorpsins er skjólgóð klettahöfn, þar sem postulinn Páll mun hafa tekið land (kapella).

Vestan Ródoseyjar (65 km) eru eyjarnar Alimnia (rústir virkis Genúamanna) og Chalke (Nimbório er aðalbærinn), sem er klettaeyja með miðaldarkastala og rústum Apollohofs.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM