Cayenne Franska Guyana,
Flag of French Guiana


CAYENNE
FRANSKA GUYANA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Cayenne er höfuð- og aðalhafnarborg Frönsku Gíneu við Atlantshafið.  Hún er á norðvesturenda Cayenne-eyju, sem myndaðist í óshólmum Cayenne- og Mahury-ánna.  Frakkar stofnuðu borgina 1643 og kölluðu hana La Ravardíère.  Indíánar lögðu hana í rústir og Frakkar settust þar að aftur 1664.  Cayenne-nafnið fékk hún árið 1777.  Eftir afnám þrælahalds 1848, varð hún að fanganýlendu í Gíneu, sem var í rauninni nokkurs konar vinnumiðlun.  Árið 1852 ákvað Napóleon III, að fangar, sem fengju lengri dóma en 7 ár, skyldu sendir til Frönsku Gíneu og Cayenne varð betur kunn undir nafninu Borg hinna dæmdu.  Fangelsunum í borginni var lokað árið 1945.

Hafnarborgin Dégrad des Cannes við árósa Mahury-árinnar er orðin aðalhöfnin, sem tók við af Larivot og Île du Salut.  Timbur, rósaviðarsafi, romm og gull er flutt út þaðan í smáum stíl.  Um miðjan sjöunda áratuginn var farið að rækta sykurreyr og ananas í kringum borgina og farið var að sjóða ananas niður og rækjuverksmiðja var byggð.  Sjávarbreiðgata tengir borgina við úthverfin Shaton og Montabo, þar sem Pasteur-stofnunin og Franska hitabeltisstofnunin eru.  Meðal áhugaverðra og sögulegra staða er Kirkja heilags frelsara og lögreglustöðin við Vopnatorg (Place d’Armes.  Utan borgar er millilandaflugvöllur.

Borgin er setur héraðsstjórnar Cayenne-héraðs (49.500 km²), sem var stofnað 1969.  Það nær að hluta yfir Inini-innlandið og hitabeltisströndina, sem er frá 24-80 km breið.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1982 var tæplega 62 þúsund.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM