*PLACE
de la CONCORDE
er
eitt stærsta og fegursta torg heims á öxlinum Louvre til Etoile.
Á árunum 1793-95 sneið fallöxin 2800 höfuð frá búkum á
torginu.
Núverandi
útlit torgsins er frá 1854. Einsteinungurinn
er frá Luxor í Egyptalandi, tæplega 23 m hár, úr anddyri Þebuhofsins,
sem Ramses II lét reisa á 13. öld f.Kr. nærri núverandi Luxorborg.
Pasha Mohammed Ali gaf Lois-Philippe hana árið 1831.
Brúin Pont de la Concorde var byggð 1787-91 og endurbyggð 1935-39. Concorde þýðir
andardráttur.
JARDIN
des TUILERIES
Þar
slöppuðu frönsku konungarnir af áður fyrr. Garðurinn var gerður að mestu leyti árið 1664.
Margar
styttur, tvær tjarnir. Áður
var tígulsteinagerð (fyrir 1564) á þessum stað.
Í Tuilerieshöll bjuggu konungarnir til 1871.
MUSÉE
du JEU de PAUME
er
í húsi, sem áður var notað til tennisiðkunar þess tíma.
Var hluti Louvresafnsins til 1986.
ARC
de TRIOMPHE du CARROUSEL
er 14,6
m hár sigurbogi í líkingu við 'Severusbogann' í Róm, reistur
1806-7 til minningar um sigra Napóleons yfir Austurríki. Hestar og vatn eftir bosio (1828). Fyrir 1815 voru á boganum fornir hestar og vagn, sem Napóleon
lét taka af Markúsarkirkjunni í Feneyjum en þeim var skilað aftur.
**LOUVRE
Mikilvægasta
og ein fegursta bygging Parísar vegna innihaldsins og byggingarstíla. Fyrsta mannvirkið þar var víggirtur kastali (Philippe
Auguste 1180-1223), sem Karl 5. stækkaði og skreytti.
Alla 15. öld vanræktu kóngarnir Louvre og notuðu húsið sem
vopnabúr og fangelsi. Árið
1546 ákvað Frans I (1515-47) að byggja nýja höll þar og réði
Pierre Loscot, bezta arkitektinn á dögum endurreisnarstílsins, til að
byggja hana. Síðan lagði hver kóngurinn af öðrum hönd á plóginn
unz Napóleon Bonaparte og Napóleon III létu gera við eldri hluta
Louvre og bættu við þeim hluta, sem tengist Tuilerieshöllinni.
Louvre-höllin
er 198.000 m² með inngörðum, þrisvar sinnum stærri en Vatikanið
og Péturskirkjan. Norðurhluti
Louvre er notaður fyrir fjármálaráðuneytið.
Í vesturendanum, Pavillon de Marsan, er skrautminjasafn.
Allar aðrar fyrrum vistarverur í Louvre eru safn með u.þ.b.
300.000 verkum, sem tæki 208 sólarhringa að skoða miðað við 1 mínútu
fyrir hvert verk (tæp 2 ár með 8 stunda vinnudegi).
*ARC ce TRIOMPHE de L’ETOILE
Sigurboginn.
Hinn stærsti sinnar tegundar í heimi, 49 m hár, 45 m breiður
og 22 m á dýpt. Teiknaður
af Chalgrin 1811. Átti að
vera tákn um sigursæld Napóleons.
Honum var lokið 1836, þegar Louis-Philippe ríkti.
Stöplarnir eru skreyttir ýmsum myndum.
Austurstöpullinn = uppreisn fólksins 1792, kallað
'Marseillaise' og Napóleon krýndur við austur-ríska friðinn 1810. Vesturstöpullinn
= andóf fólksins 1814 og friðurinn 1815.
Undir
loftinu er myndræn lýsing á brottför og komu hersins og innan í
bogunum eru skráð nöfn 172 orrustna og 386 hershöfðingja.
Nöfn þeirra, sem féllu, eru undirstrikuð. Undir boganum er gröf óþekkta hermannsins (úr fyrri
heimsstyrjöld), sem féll við Verdun og var grafinn hér 11. nóvember
1920. Þar
brennur eilífur eldur. Ofan
af boganum er gott útsýni. Undir
pallinum er lítið safn um byggingu bogans, Napóleon og fyrri
heimsstyrjöldina.
Aðalbreiðgötur
Parísar geisla út frá Sigurboganum, 12 alls.
Boulevard = bulwarks (rampart) = virkisgarður (rifinn og götur
komu í staðinn) til 1860.
ÓPERAN
var
byggð 1862-74 eftir hönnun Charles Garnier.
Hin
stærsta í heimi, 11.237 m². Sæta-fjöldi
er 2.167 (ekki flest í heimi; Metropolitan í New Yori = 3.800 sæti,
La Scala í Mílanó = 3.600 sæti, San Carlo í Napolí = 2.900 sæti).
Óperan er opin ferðamönnum á daginn til að skoða m.a. hina frægu
myndskreytingu Chagalls í loftinu í salnum.
Napóleon III lét reisa óperuna.
PLACE
VENDOME
Gert
1706 í mjög klassískum stíl (Jules-Hardouin-Mansart).
Vendômesúlan, 43 m há, er eftirlíking af Trajansúlunni í Róm
eftir Gondouin og Lepére. Myndskreytingarnar
hringast um hana. Hún er
steypt úr 1200 herteknum, austurrískum og rússneskum fallbyssum
(1805). Efst trónir Napóleon
Bonaparte í kufli rómversks keisara.
Í húsinu nr. 12 við torgið, þar sem er minningarskjöldur, dó
Chopin (1810-49).
PONT
NEUF
er
elzta brú Parísar, byggð 1578-1603.
ILE
de la CITÉ
er
elzti hluti Parísar.
**CENTRE
NATIONAL c’ART et de CULTURE GEORGES POMPIDOU
eða
'Centre Beaubourg' var opnað árið 1977 í framúrstefnubyggingu, sem
er 42 m há, 166 m löng og 60 m breið.
Þar er **Þjóðarlistasafn með nútímalist, sýningarsölum,
bókasafni og mörgu öðrru. Sunnan við húsið er hljóðminjasafn
(Institut de Recherche et de Coordination Acoustique (Musique) = IRCAM).
HOTEL
de VILLE
ráðhúsið,
sem var byggð árið 1874-82 í frönskum, klassískum stíl.
200 styttur.
**NOTRE
DAME
(opin
08:00-19:00; gæta að verðmætum; hámessa alla daga kl. 10:00).
Dómkirkja biskupa Parísarborgar var stofnuð á stað, þar sem
áður stóðu tvær kirkjur. Kór
og þvergöngum var lokið árið 1177, en heildarbyggingunni var ekki
lokið fyrr en á 14. öld. Kirkjan
skemmdist mjög mikið í frönsku stjórnarbyltingunni (1789).
Hof
skynsemi og raka 1793-94. Vesturhlið
kirkjunnar er fegurst, elzt sinnar tegundar og fyrirmynd forhliða guðshúsa
í Norður-Frakklandi og víðar. Höggmyndin
á dyrum Notre Dame skemmdist 1789 en var endur-nýjuð.
Miðinngangur sýnir dómsdag með Krist í heiðursessi.
Til hægri = heilög Anna, til vinstri = María guðsmóðir. Yfir dyrum eru innskot með 28 styttum konunga Júdeu og rósettuglugginn,
9,8 m í þvermál. Turnarnir
tveir eru 69 m háir og voru aldrei byggðir í fulla hæð.
Upp í norðurturninn liggja 376 þrep (lokaður á þriðjudögum)
og þaðan er gott útsýni yfir brýr Signu.
Í suðurturni er 'Bourdon de Paris', klukka, sem vegur 15 tonn
frá árinu 1686. Innanmál
Notre Dame eru: Lengd 130 m, breidd 48 m og hæð til lofts er 35 m.
Inni
standa 75 súlur. Orgelleikur
alla sunnudaga kl 17:45-18:30. Í
rósettuglugganum má sjá 80 atriði úr gamla testamentinu (1270).
Gluggar í suður-þvergangi eru frá 1257.
Til hægri við inngang að kór er 'Notre Dame de Paris', mjög
dýrkað Maríulíkneski frá 14. öld. Cavaillé-orgelið er hið stærsta í Frakklandi með 8500 pípur.
Í skrúðhúsinu (1845-50) er dýrgripir kirkjunnar varðveittir,
t.d. þyrnikórónan, brot úr krossi Krists og nagli úr honum.
**MONTMARTRE
– SACRÉ CÆUR
Montmartre
rís 101 m yfir Signu og útsýni þaðan yfir borgina er mjög gott.
Listamannahverfi umhverfis á 'Place du Tertre'.
Kirkjan *'St. Pierre-de-Montmartre er ein elzta gotneska kirkja
Frakklands og tilheyrir benediktínaklaustri (1147).
Hún var endurnýjuð 1900 - 1905.
**Sacré
Cæur er í rómönsk-byzönskum stíl.
Kúpullinn
er 83 m hár. Hún var byggð úr hvítum sandsteini vegna áheits katólika
í tengslum við fransk-prússneska stríðið 1871-72. Byggingin hófst 1875 og var lokið 1914. Kirkjan var vígð 1919.
Savoyardeklukkan vegur 18.835 kíló.
Í
Montmartrekirkjugarðinum liggja grafnir Heinrich Heine, Hector Berlioz,
Jacques Offenbach o.fl. merkir menn.
CHAMP
de MARS
er
á milli herskólans og Signu. Áður
hergönguvöllur, nú sýnigarsvæði.
EIFFEL-TURNINN var
reistur 1887-1889 fyrir heimssýninguna í París.
Verkfræðingurinn
Gustave Eiffel (1832-1923) sá um verkið.
Turninn var hæsta mannvirki síns tíma, 300 m (317,93 m með sjón-varpsloftneti
frá 1957). Grunnflötur
turnsins er 2.838 m². Fyrsti
pallur er í 58 m hæð, annar í 116 m og þriðji í 276 m.
Bezti tími dags til að fara upp er einni klst. fyrir sólsetur.
Það átti að rífa turninn árið 1909 en það var hætt við
það. Í turninum eru 7000
tonn af járni, 12.000 járnstangir, 2,5 milljónir bolta.
Háhýsi í BNA voru síðar (fyrst í Chicago) byggð með sömu
aðferð.
HOTEL
des INVALIDES
(1671;
Libéral Bruant). Lúðvík
14 lét reisa þessa byggingu til að hýsa gamla hermenn (upprunalega
7000 manns). Nú búa þar
fáir, einkum safnverðir. Að
öðru leyti er húsið notað undir stjórnarskrifstofur.
Þar er líka hersafn.
*DOME
des INVALIDES
(1675-1706)
er 97 m hátt, 107 m með krossinum.
Lokað á þriðjudögum. Þetta
er grafhýsi Napóleons Bonaparte, Napóleons II (1811-32), sem var eini
skilgetni sonur hinns fyrstnefnda, Torenne marskálks (1611-75; 30 ára
stríðið og Elsaßstríðið), Joseph Bonaparte (elzti bróðir N.B.;
konungur í Napólí og síðar á Spáni), Jerome Bonaparte (konungur
Vestfalíu), Foch marskálks og Lyautey marskálks.
PALAIS
du LUXEMBURG
byggði
Salomon de Brosse á árunum 1620-21 fyrir ekkju Hinriks IV, Maríu af
Medici. Höllin hýsir nú
öldungadeild þingsins (frá 1958; 318 fulltrúar).
Garður hallarinnar.
Jardin
du Luxemburg var gerður 1613 og er eini garðurinn, sem eftir er í
endurreisnarstíl í París. Hann
er hinn vinsælasti á vesturbakka Signu.
Margar styttur.
MONTPARNASSE-HVERFIÐ
Listamenn,
rithöfundar o.fl. frægt fólk sækir enn þá kaffihúsin þar.
Maine- Montparnasse-turninn (1974) er 210 m hár og mjög umdeild
bygging. Í henni er
skrifstofuhúsnæði. Í
kirkjugarði Montparnasse er margt frægt fólk grafið, m.a. Guy de
Maupassant (1850-93).
LATÍNUHVERFIÐ
er
eitt elzta hverfi Parísar. Sorbonneháskólinn
o.fl menntastofnanir eru þar.
Aðal-gatan
um Latínuhverfið er Boulevard St. Michel.
Sorbonne var stofnaður 1253 af Robert de Sorbon, skriftaföður
Lúðvíks 9., sem guðfræðiháskóli.
Hann varð síðar deild í háskólanum, sem var stofnaður 50
árum fyrr. Árið 1470 var
fyrstu prentpressu Frakklands komið fyrir í Sorbonne.
Núverandi hús eru frá dögum Richelieu kardinála, 1627 og síðar. Mikið byggt og endurnýjað 1885-1901. Sorbonnekirkjan (1635-53) er áberandi kennileiti í París.
*PANTHÉON
er
á Montagne de Ste-Geneviéve (60 m), hæsta stað á vesturbakkanum.
Þar stóð áður kirkja á gröf heilags Geneviéve (422-512).
Panthéon
var reist 1764-90 (122 m langt, 84 m breitt og 91 m hátt).
Lúðvík 15. lét reisa það vegna áheits.
Árið 1791 var ákveðið að Panthéon yrði greftrunarstaður
göfugra sona Frakklands. Tuttugu
og tvær kórinþskar súlur bera skyggnið með frægum lágmyndum
eftir David d'Angers (1831-37) = Frakkland að skrýða mikilmenni sýn
blómsveigum.
*St-ETIENNE
du MONT-KIRKJAN
var
byggð á 15. og 16. öld í síðgotneskum stíl undir áhrifum
endur-reisnarstílsins. Árið
1789 varð hún að helgidómi föðurlandsástar.
Fagrar innréttingar, t.d. róðu-krosstjald (1525-35) með
miklum endurreisnarskreytingum, predikunarstóll frá 1640 og fagrir 16.
aldar gluggar.
BOULOGNE-SKÓGUR
er
einn fegursti skemmtigarður Evrópu (850 ha).
Borgin fékk þetta óræktarsvæði árið 1853 og gerði þar
enskan garð. |