Stanley Falklandseyjar,
[Flag of the United Kingdom]


STANLEY
FALKLANDSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Stanley eða Port Stanley, eins og bærinn er líka nefndur, varð höfuðstaður eyjanna árið 1842.  Hann er á norðausturströnd Austur-Falklands á suðurströnd Port Williamfjarðar.  Þar er skjólgóð höfn frá náttúrunnar hendi, bæði innri og ytri hafnirnar, sem laðaði til sín brezka landnema.  Hún var mikilvæg fyrir hvalveiðara og brezka flotann í síðari heimsstyrjöldinni.  Núna þjónar höfnin aðallega fragtskipum.

Nálægt tveir þriðjungar íbúa eyjanna búa í Stanley.  Þaðan er flutt út ull, gærur og selalýsi og mikið flutt inn af matvöru, kolum, olíu, fatnaði og timbri.  Stanleyflugvöllur þjónar flugsamgöngum.  Hann ásamt útvarpsstöð eru rekin á kostnað brezku stjórnarinnar.  Í bænum stendur dómkirkjan Christ Church (1892) og eina sjúkrahús eyjanna.  Ráðhúsið hýsir opinberar skrifstofur, borgarráðssal og bókasafn.  Borgarráðið ákveður skatta til að mæta kosnaði við þjónustu við almenning.  Stórt herlið var um kyrrt í herstöð í nágrenni Stanley eftir Falklandseyjastríðið og þar í grenndinni er stór varpsvæði mörgæsa.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1986 var 1232.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM