Íbúarnir.
Tongabúar eru langflestir af pólýnesískum uppruna.
Ţeir búa flestir í dreifbýli og ţjóđskipulag ţeirra er mjög
fastmótađ og stéttaskipt, ţótt margir vestrćnir siđir og venjur
hafi veriđ teknir upp. Tveir
ţriđjungar íbúanna búa á ađaleyjunni Tongatapu.
Nuku’alofa er eina ţéttbýli eyjanna og eina viđskiptamiđstöđin,
Mu’a. Neiafu er annađ
ţéttbýliđ á Vava’u-eyju. Opinber
tungumál er tonga, ástrónesískt mál, og enska.
Nćrri 80% íbúanna eru meţódistar (Free Wesleyan).
Rómversk-katólski söfnuđurinn er allstór og margir eru međlimir
Fríkirkju Tonga og ţarna eru líka nokkrir mormónar.
Efnahagur
landsmanna byggist á frjálsu markađskerfi og landbúnađi.
Verg ţjóđarframleiđsla vex hrađar en íbúunum fjölgar, en
er lćgri á mann en víđast annars stađar á Kyrrahafseyjum.
Hver karlmađur eldri en 16 ára á ađ fá 3 hektara land til rćktunar
en núorđiđ njóta ć fćrri ţessara forréttinda vegna skorts á
landi. Ađaláherzlan er lögđ
á rćktun kókospálma, banana og vanillubauna.
Sjálfsţurftarbúskapurinn byggist á rćktun kartaflna (yams),
taro, kassava, jarđhnetna, maís, vatnsmelóna og ananas.
Einnig er rćktađ talsvert af svínum, geitum, nautgripum og
hestum. Fiskimiđin eru mjög
gjöful og fiskur er mikilvćg nćring íbúanna. Nokkuđ er um léttan iđnađ og handverk fyrir ferđamennina.
Mikiđ atvinnuleysi hefur leitt til verulegs, tímabundins landflótta,
einkum til Nýja-Sjálands, BNA og Ástralíu.
Útflutningurinn byggist ađallega
á vatnsmelónum, vanillubaunum og kókosolíu.
Mest er flutt inn af matvćlum og grunnvörum til iđnađar.
Helztu viđskiptalönd Tonga eru Nýja-Sjáland og Ástralía.
Ađalhafnir landsins eru Nuku’alofa og Neiafu. Fua’amotu-flugvöllur á Tongatapu annast millilandaflugiđ.
Stjórnsýsla
og félagsmál.
George Tupiu I, konungur, fćrđi ţjóđ sinni stjórnarskrána
1875. Hún hefur breytzt
talsvert í tímans rás og felur konungi ćđsta vald og stjórn ríkisstjórnar
landsins. Fyrir stjórninni
fer forsćtisráđherra og ađra ráđherra skipar konungurinn til lífstíđar.
Hann skipar lík landstjóra Ha’apai og Vava’u.
Ţingiđ starfar í einni deild og sumir ţingmanna eru kosnir
til ţriggja ára í senn en ađrir eru skipađir.
Ađaltekjulind landsins er innflutningstollar.
Ríkiđ rekur sjúkrahús á Tongatapu, Vava’u og Ha’apai og
nokkrar heilsugćzlustöđvar á öđrum eyjum. Heilsufar íbúanna er gott og lífslíkur 63 ár.
Skólaskylda er á aldrinum 6-14 ára og ríkisreknir skólar eru
fríir.
Sagan.
Tongaeyjar voru byggđar fyrir a.m.k. 3000 árum.
Ţar voru Ástrónesíar á ferđinni og skildu eftir sig
fagurlega skreytt leirker, líkt og hafa fundizt á Fijieyjum.
Tongabúar komu sér upp stéttakerfi međ höfđingja eđa
konungi og veldi ţeirra náđi alla leiđ til Hawaii-eyja á 13 öld.
Fyrstu
Evrópumennirnir, sem komu til Tonga, voru hollenzki sćfarinn Jakob Le
Maire og skipsfélagar hans, sem komu fyrst auga á Tafahi (áđur
Boscawen) áriđ 1616. Abel
Tasman skođađi eyjarnar nánar áriđ 1643. Ţegar James Cook kom til eyjanna 1773, nefndi hann ţćr
Vinaeyjar. Áriđ 1826 komu
meţódistar upp trúbođsstöđ, sem náđi góđum árangri og höfđinginn
Taufa’ahau lét skírast og varđ Georg Tupou I, konungur, sem náđi
yfirráđum á öllum eyjunum. Hann
var af göfugum konungsćttum, sem höfđu veriđ viđ völd frá 10. öld.
Landiđ fékk sjálfstćđi 1876 og hlaut fyrst viđurkenningu Ţjóđverja
sama ár, Breta 1879 og BNA 1888.
George
Tupou I dó 1893. Langafabarn
hans tók viđ völdum sem George Tupou II í mikilli efnahagskreppu.
Nćstu aldamót samdi hann viđ Breta um umsjá utanríkismála.
Konsúll Breta fékk síđan neitunarvald í ákvörđunum ţingsins
um utanríkismál áriđ 1905, ţannig ađ landiđ varđ ađ brezlu
verndarsvćđi. George
Tupou II dó 1918 og dóttir hans, Salote Tupou III, drotting, tók viđ
krúnunni. Á löngum
valdatíma, 1918-65, naut hún mikilla vinsćlda ţegna sinna og Breta.
Sonur hennar, Tungi as Taufa’ahau Tupou IV, tók viđ af henni.
Áriđ
1970 slepptu Bretar hendinni af Tonga og ţađ fékk sjálfstćđi sem
elzta konungsdćmiđ í Brezka samveldinu. |