Hamilton Nýja Sjáland,
Flag of New Zealand


HAMILTON
NÝJA-SJÁLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hamilton er borg í Waikato á miðri norðanverðri Norðureyju.  Hún er 130 km frá mynni Waikato-árinnar.  Í upphafi var hún herstöð á slóðum yfirgefins maóríaþorps.  Byggðin fékk kaupstaðaréttindi 1877 og borgarréttindi 1945 og var nefnd eftir John Hamilton, liðsforingja í konunglega sjóhernum, sem fell í bardaga við maóría.

Hún er nú mikilvægasta innlandsborg landsins og er tengd Aukland (113 km) og Wellington (552 km) með járnbrautum og þjóðvegum.  Hamilton er miðstöð skógarhöggs- og kvikfjárræktarhéraðs og iðnaðurinn byggist á vinnslu mjólkur og kjöts og framleiðslu bjórs, múrsteina, borðviðar, fóðurs, landbúnaðartækja, fatnaðar, pappakassa, plastvöru, einingahúsa og kolagass.  Gasleiðslan frá Kapuni- og Maui-svæðunum liggur hjá borginni.  Þarna er Waikato-háskóli (1964), kennaraháskóli, ensk dómkirkja og Listasafn.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 101 þúsund.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM