Aukland Nýja Sjáland,
Flag of New Zealand


AUKLAND
NÝJA-SJÁLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Auckland er stærsta borg landsins og aðalstjórnsýslusetur og mesta hafnarborgin.  Hún er á mjóu eiði á Norðureyju milli Waitemata-hafnar að austanverðu og Manukau-hafnar.  William Hobson, landstjóri, stofnaði hana 1840 sem aðalstjórnsetur nýlendunnar og nefndi hana eftir Georg Eden, öðrum jarli af Aukland og æðsta manni sjóhersins, sem varð síðar aðallandstjóri Indlands.  Aukland varð kauptín 1851 og hélt höfuðborgarhlutverkinu þar til Wellington tók við því 1865.  Aukland fékk borgarréttindi 1871.  Hún er mesta þéttbýli Nýja-Sjálands og hvergi eru fleiri innfæddir, maóríar, búsettir auk fjölda pólynesa frá öðrum eyjum Suður-Kyrrahafsins.

Borgin er miðstöð járnbrauta- og flugsamgangna (Mangere) en Waitemata-höfnin setur mestan svip á hana.  Hún nær yfir 180 km² svæði og siglingaleiðir í henni eru allt að 10 m djúpar.  Helztu útflutningsvörurnar, sem fara um höfnina eru járn, stál, mjólkurafurðir, kjöt og húðir.  Innflutningurinn byggist mikið á fljótandi eldsneyti, járn- og stálvörum, sykri, hveiti og fosfati.  Iðnaðurinn í borginni byggist á verkfræðistarfsemi, málmvinnslu, vefnaði, fatnaði, leðri, timbri og timburvörum, samsetningu bifreiða, báta- og skipasmíði, málningu, gleri, skófatnaði, plastvörum, efnavörum, sementi, fiskveiðum, matvælum, bjórbruggun og sykurvinnslu.  Stórt járn- og stálver hóf starfsemi  í Glenbrook, 32 km sunnar, árið 1969.  Hafnarbrúin (1959) tengir miðborgina við hraðstækkandi borgarhluta, aðallega íbúðahverfi á norðurströndinni og við Devonport, aðalstöðvar sjóhersins og skipasmíðastöðina.  Lagning pípu fyrir náttúrgas frá Maui-svæðinu til Aukland var lokið 1977.

Meðal áhugaverðra staða í borginni eru Stríðsminjasafnið, Samgöngu- og tæknisafnið, Borgarlistasafnið, Borgarbókasafnið, Háskóli Aukland (1957; Aukland University College uppunalega stofnaður 1882), ráðhúsið og nokkrir kennaraháskólar.  Í grennd borgarinnar eru vinsælar baðstrendur og aðstæður til brettabruns eru góðar.  Nokkur útbrunnin eldfjöll eru í grenndinni og golfvellir og aðrir íþróttavellir, skemmtigarðar og náttúruverndarsvæði.  Áætlaður íbúafjöldi í borginni sjálfri árið 1991 var 316 þúsund en í Stór-Aukland 896 þúsund.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM