Port
Louis er höfuð- og aðalhafnarborg Máritíus í Vestur-Indlandshafi.
Höfnin er mjög skjólgóð innan rifjanna úti fyrir og milli
skjólgóðra fjalla. Frakkar
stofnuðu borgina árið 1736 á siglingaleiðinni fyrir Góðrarvonarhöfða
milli Asíu og Evrópu. Í
Napóleonsstríðunum 1800-15, hernámu Bretar landið til að tryggja sér
hernaðarlega mikilvæga stöðu í Indlandshafi.
Malaríufaraldur
1866-68 og opnun Súezskurðarins 1869 ollu æ dræmari skipakomum til
landsins. Á árunum
1967-75, þegar Súezskurðurinn var lokaður, jókst umferð um höfnina
í Port Louis og hún var færð til nútímahorfs á áttunda áratugnum.
Um hana fer allur inn- og útflutningur landsmanna og er tengd
öðrum hlutum eyjarinnar með vegakerfi.
Yfir borginni gnæfir gamalt virki frá 1838 á hæð í miðri
borginni. Lítið eitt
austan hafnarinnar er skeiðvöllur.
Enskar og rómversk-katólskar kirkjur eru í borginni.
Þar er einnig Náttúrugripasafn, Listasafn og nokkur bókasöfn,
menntastofnanir, útgáfufyrirtæki og rannsóknarstofnanir.
Máritíusháskóli (1965) og rannsóknarstofnun sykuriðnaðarins
(1953) eru við Réduit, rétt sunnan hafnarinnar.
Borgin er lítið eitt stærri en Reykjavík |