ESB,

Tollfríðindi ferðamanna


ESB
.

.

Utanríkisrnt.

p-007005-00-1Evrópusambandið er yfirþjóðleg stofnun, sem á að stuðla að efnahagssamruna og efla samstarf aðildarríkja.  Sambandið var stofnað 1. nóvember 1993, þegar aðildarríki (Efnahagsbandalag Evrópu) breyttu samningi þess (Maastrichtsamningnum = Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýzkaland, Grikkland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Spánn og Bretland).  Við þessa breytingu urðu ríkin aðilar að ESB og framkvæmdastjórnin varð að stefnumarkandi stofnun innan þess.  Austurríki, Finnland og Svíþjóð urðu aðilar að ESB árið 1995.

Samningur ESB veitir öllum einstaklingum aðildarríkja borgararéttindi þeim öllum.  Lögum um tolla og umferð fólks milli landa var breytt til að tryggja því frelsi til búsetu, atvinnu og náms í aðildarríkjunum og dregið var úr landamæraeftirliti.  Áætlun um sameiginlegan gjaldmiðil fyrir ESB gerði ráð fyrir upptöku hans árið 1999.

ESB hét Evrópubandalagið
(EBE) til nóvember 1993.  Það var samsuða þriggja bandalaga, Evrópska kola- og stálbandalagið (ECSC; stofnað 1951), Efnahagsbandalags Evrópu (EEC; 1957) og Evrópska kjarnorkuráðið (Euratom; 1957).  Þessar stofnanir sameinuðust 1967 í EBE með höfuðstöðvar í Brussel.

Stofnanir ESB og ríkisstjórnir aðildarríkjanna taka ákvarðanir fyrir sambandið.  Innan þess eru Evrópuráðið og Evrópuþingið.  Ráðherraráðið sitja ráðherrar frá aðildarríkjunum.  Evrópudómstóllinn fellir lokaúrskurði í deilumálum milli stofnana ESB og milli aðildarríkjanna og ESB.

Framkvæmdastjórnin fer með framkvæmdavald ESB.  Það gerir stefnumarkandi tillögur og leggur þær fyrir ráðherraráðið.  Framkvæmdastjórnin er fulltrúi ESB gagnvart öðrum þjóðum og alþjóðasamtökum.  Hlutverk þess er einnig að stjórna sjóðum ESB, fylgja ákvörðunum eftir og annast aðstoð við önnur lönd.

Ráðherraráðið hefur löggjafarvaldið innan ESB með höndum.  Í því sitja ráðherrar frá aðildarríkjunum.  Því til aðstoðar eru fastir þingmenn ríkisstjórna aðildarríkjanna.

Forsæti í
framkvæmdastjórnarinnar skiptist reglulega milli aðildarríkjaanna og forseti þess boðar fundi þjóðarleitoga aðildarríkjanna á sex mánaða fresti hið minnsta.  Þessari skipan var komið á árið 1975.  Framkvæmdastjórnin varð opinber hluti EBE árið 1987.

Evrópuþingið er eina stofnun ESB með fulltrúa, sem borgarar hvers aðildarríkis kjósa í almennum kosningum.  Fyrrum var það aðeins ráðgefandi stofnun en eftir stofnun ESB
urðu áhrif þess meiri.  Aðalþingin eru haldin í Strasburg, þótt mestur hluti starfsins fari fram í Brussel og Lúxemburg, þar sem ritarar þess starfa.  Alls sitja þar 626 þingmenn og fjöldi fulltrúa hvers lands fer eftir íbúafjölda þess.  Árið 1997 voru Þjóðverjar fjölmennastir með 99 þingmenn, Bretar með 87 og Írar með 15.

Einstakar nefndir Evrópuþingsins fjalla um tillögur framkvæmdastjórnarinnar um lagasetningu eða breytingu.  Þær leggja oft fram breytingatillögur áður en þær fá endanlega umfjöllun.  Þingið getur beitt neitunarvaldi, ef því fellur ekki við afgreiðslu ráðherraráðsins.  Evrópuþingið starfar einnig með ráðherraráðinu að fjárlagagerð ESB og getur hafnað fjárlögum, ef ekki næst samstaða um þau innan ráðsins.

Samningurinn um ESB jók pólitísk völd framkvæmdastjórnarinnar og margar stofnanir þess urðu ráðgefandi, líkt og Evrópuþingið áður.  Efnahaga- og félagsmálanefnd ESB er ein mikilvægustu nefndanna.  Aðildarráðið skipar fulltrúa hennar til fjögurra ára í senn úr röðum vinnuveitenda, launþega og annarra hagsmunahópa.  Þótt nefndin sé einungis ráðgefandi, ber ráðherraráðinu og Evrópuráðinu að leita álits hennar í tengslum við margs konar lagagerð.  Svæðanefnd ESB er einnig mikilvæg.  Hlutverk hennar er að auka tengsl ESB við borgara aðildaríkjanna og ríkisstjórnir þeirra.  Þessi nefnd hefur ekki löggjafarvald, en lögbundið ráðgjafarvald í mörgum efnahags- og félagsmálum.

Evrópudómstóllinn fellir lokaúrskurði í öllum ágreiningsmálum innan ESB.  Hann sitja 15 dómarar og 9 lögmenn, sem eru skipaðir til sex ára í senn ásamt einum frá hverju aðildarríki.  Hlutverk dómstólsins er einnig að leysa úr ágreiningi milli ríkisstjórna og milli þeirra og stofnana ESB.  Hann er einnig áfrýjunardómstóll, þegar um er að ræða reglur og ákvarðanir stofnana ESB.  Dómstólar aðildarríkjanna vísa oft vafamálum til Evrópudómstólsins.  Niðurstöður hans eru bindandi fyrir aðildarríkin, sem verða oft að breyta lögum sínum í samræmi við þær.

Sagan.  Efnahagur Evrópu var í rúst eftir síðari heimsstyrjöldina.  Fjöldi Evrópumanna bar þá von í brjósi, að endurreisn Vestur-Evrópu leiddi til evrópsks sambandsríkis.  Upphaf kalds stríðsins og tortryggni gagnvart Vestur-Þjóðverjum grófu undan þessum vonum.  Tveir franskir stjórnfræðingar, Jean Monnet og Robert Schuman, álitu að Frakkar og Þjóðverjar gætu grafið stríðsöxina og starfað saman, ef þjóðirnar ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta í efnahagsmálum.  Í maí 1950 stakk Schuman upp á stofnun sameiginlegrar stjórnar kola- og stáliðnaðar landanna tveggja með opnum möguleikum fyrir aðild annarra Vestur-Evrópuríkja.  Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands tók þessum tillögum vel og Belgar, Ítalar, Lúxemborgarar og Hollendingar tóku þátt í stofnuninni ásamt Frökkum.  Samingur þessara sex ríkja var undirritaður í París 1951 og Evrópska kola- og stálbandalagið var stofnað í ágúst 1952.  Brezka stjórnin var andstæð yfirþjóðlegum anda þessa bandalags og ákvað að standa utan þess.

Í júní 1955 samþykktu utanríkisráðherrar ríkja bandalagsins að huga að frekara samstarfi á efnahagssviðinu.  Þetta leiddi til Rómarsamninganna tveggja í marz 1957, sem náðu til stofnunar E
fnahagsbandalags Evrópu (EEC) og Kjarnorkubandalagsins (Euratom).  Hið síðarnefnda komst aldrei á koppinn vegna þess, að hvert ríki hélt rétti sínum til að gera eigin kjarnorkuáætlanir.

Efnahagsbandalag Evrópu setti lög um afnám viðskiptahamla milli aðildarríkjanna á 12 ára tímabili sínu, þróun sameiginlegra innflutningstolla frá öðrum ríkjum og sameiginlega stefnu um styrkveitingar til landbúnaðar.  Ríkisstjórnir aðildarríkjanna fengu meiri ráð yfir eigin málum en á dögum Kola- og stálsbandalagsins, þótt yfirráða E
EC tæki fastar á efnahagslegum samruna

Bretland og sex önnur lönd utan EB stofnuðu Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) árið 1960, þegar efnahagslegur ávinningur EB
E hafði komið í ljós.  Næsta ár hófu Bretar viðræður við EBE um aðild.  Í janúar 1963 lagði forseti Frakklands, Charles de Gaulle, stein í götu Breta með því að beita neitunarvaldi gegn aðild þeirra.  Þetta gerði hann einkum vegna náinna tengsla Breta við Bandaríkin.  De Gaulle beitti sömu brögðum aftur gegn Bretum árið 1967.

Eftir að grunnáætlunum EB hafði smám saman verið hrundið af stokkunum og eftir samruna EB, Kola- og stálbandalagsins og Kjarnorkubandalagsins í júlí 1967 varð EBE til.  Engar tilraunir voru gerðar til stækkunar EBE fyrr en de Gaulle, Frakklandsforseti, sagði af sér í maí 1969.  Næsti forseti Frakklands, Georges Pompidou, var mun opnari fyrir nýjum hugmyndum innan EBE.

Að undirlagi hans var haldinn leitogafundur aðildarríkjanna í Den Haag í desember 1969.  Á þessum fundi var lagður grunnur að fjármálum EBE, þróun rammaáætlunar um sameiginlega stefnu í utanríkismálum og viðræðum við Breta, Íra, Dani og Norðmenn um aðild
.

Stækkun EBE.  Eftir næstum tveggja ára samningaviðræður voru samningar undirritaðir við þessi fjögur ríki 1. janúar 1973.  Bretar, Írar og Danir gerðust aðilar samkvæmt þeim en þeir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi.

Andstaðan gegn aðild meðal Breta var áfram hávær.  Verkamannaflokkurinn komst aftur til valda 1974 á þeim forsendum, að sezt yrði að samningaborðinu aftur til að breyta skilyrðum Breta, einkum á efnahagssviðinu.  Þessar samingaviðræður leiddu ekki til mikilla breytina en leiddu til talsverðs óvissuástands innan EBE.  Stjórn verkamannaflokksins var klofin í afstöðu sinni til aðildar og boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 1975.  Niðurstaða hennar var áframhaldandi aðild, þrátt fyrir háværa og sterka andstöðu margra hópa.

Árin 1979 og 1980 fullyrti brezka stjórnin, að Bretar legðu mun meira til EBE en þeir fengju til baka og reyndi enn á ný að breyta kjörum
þeirra.  Deilan var leyst vorið 1980, þegar nokkur aðildarríki samþykktu að auka framlög sín verulega til EBE.  Árið 1984 var samþykkt, að Bretland fengi afslátt af framlögum sínum næstu árin.  Fyrsta árið nam hann 800 milljónum Bandaríkjadala.

Grikkland gerðist aðili að EBE árið 1981 og eftir átta ára samningsviðræður bættust Spánn og Portúgal í hópinn 1986.  Meðal mikilvægra mála á áttunda og níunda áratugnum voru aukin framlög EBE til þróunarlanda, einkum fyrrum nýlendna eða verndarsvæða aðildarríkjanna, ákvörðunin um sameiginlegan gjaldmiðil, afnám fleiri verndartolla aðildarríkjanna og stofnun sameiginlegs markaðar.

Evrópska gjaldmiðilskerfið (EMU) var stofnað í marz 1979 sem fyrsta skrefið á löngu aðlögunarferli.  Upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir, að það tæki gildi árið 1980.  Það gekk ekki eftir, því gengi gjaldmiðla aðildarríkjanna var missterkt eða veikt og víða voru sveiflur miklar.  Sum ríki felldu gengi gjaldmiðla sinna og verðbólga rauk víða upp.  Þessu kerfi var ætlað að koma jafnvægi á gjaldmiðlana og draga úr verðbólgu og stefnt var að stöðugu gengi allra gjaldmiðla aðildarríkjanna með sem minnstum frávikum áður en EMU yrði að veruleika.

Gengi Evrópugjaldmiðilsins (ECU) tók mið af stöðu allra gjaldmiðla aðildarríkjanna.  Þegar einhver þeirra var kominn nærri vikmörkum (2,25%) voru seðlabankar ríkjanna skuldbundnir til að kaupa þá á lága genginu og selja sterkari gjaldmiðla.  Evrópska gjaldmiðilskerfið skuldbatt einnig ríkisstjórnir aðildarríkjanna til að gera viðeigandi efnahagsráðstafanir til að draga úr sveiflum.  Smám saman dró úr verðbólgu í löndunum, sem voru efnahagslega vanþróaðri og kerfið dugði vel í efnahagslægðinni á áttunda áratugnum.  Gengisgrundvöllurinn hrundi engu að síður árið 1992 vegna linnulausra aðgerða spákaupmanna, sem gerðu út á háa vexti í Þýzkalandi eftir sameiningu þýzku ríkjanna.  Þá sögðu Ítalar og Bretar sig úr gjaldeyrisbandalaginu (ERM).

Mikilvægasti árangur þróunar EBE á níunda áratugnum var að stefna og vinna að einu markaðssvæði aðildarríkjanna.  Jacques Delors, fyrrum fjármálaráðherra Frakka, sem varð forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985, var í fararbroddi baráttunnar fyrir þessari hugmynd.  Á leiðtogafundi í Mílanó á Ítalíu stakk ráðið upp á 7 ára ferli til afnáms síðustu viðskiptahamla milli aðildarríkjanna.  Fundurinn samþykkti tillöguna og stefnt var á, að úr henni rættist 31. desember 1993.  Þessi samþykkt hraðaði endurbótum innan EBE og efldi samstarf aðildarríkjanna á þessu sviði.  Þessi þróun leiddi síðan til stofnunar ESB.

Ein hindrananna í vegi fulls efnahagslegs samruna var hin sameiginlega landbúnaðarstefna (CAP).  Á níunda áratugnum voru tveir þriðjungar fjárútláta EBE vegna þessa málaflokks og fjár til þeirra var aðallega aflað með innflutningstollum og 2% af virðisaukaskatti aðildarríkjanna.  CAP hvatti til mikillar offramleiðslu landbúnaðarafurða, sem EBE varð að kaupa.  Þetta leiddi til mikilla niðurgreiðslna í sumum aðildarríkjanna á kostnað hinna.  Á neyðarfundi leiðtoganna árið 1988 voru samþykktar tillögur til að takmarka þessar greiðslur.  Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1989 komust niðurgreiðslurnar niður fyrir 60% í fyrsta skipti síðan 1960.

Föst dagsetning stofnunar hins sameiginlega markaðar aðildarríkjanna leiddi í ljós þörfina fyrir öflugri valdagrunni til að leysa vandamálin við afnám viðskiptahamla í tæka tíð.  Ráðherraráðið varð að leita samhljóða samþykkis aðildarríkjanna fyrir hverri einstakri ákvörðun, því hvert þeirra hafði neitunarvald.  Aðildarríkin samþykktu tillögu um meirihlutalög í desember 1985 og þau tóku gildi í júlí 1987.  Þessi lög voru fyrsta stóra breytingin á völdum framkvæmdastjórnar EBE síðan Rómarsáttmálinn var gerður 1957.

Meirihlutalögin ollu einnig öðrum veigamiklum breytingum.  Staða framkvæmdastjórnarinnar, sem hafði unnið hörðum höndum að sameiningu markaðar EBE-ríkjanna, varð skýrari, Evrópuþingið öðlaðist meiri áhrif og aðildarríkin samþykktu sameiginlega stefnumörkun og viðmið í málum, sem snertu skatta og atvinnu, heilsugæzlu og umhverfi.  Þá var stofnaður áfrýjunardómstóll til að fjalla um kærur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja í aðildarríkjunum vegna reglna, sem framkvæmdastjórnin setur.  Samtímis þessum breytingum samþykktu aðildarríkin að samræma efnahagsmál sín í anda evrópska gjaldeyriskerfisins.

Breytingar í Evrópu og framkvæmdastjórn ESB.  Stuðningsmenn sameiginlegs efnahags og gjaldmiðils héldu því fram, að eins markaðskerfið yrði ekki að veruleika fyrr en fjármagsflutningar yrðu óheftir og gjaldtaka fyrir gjaldeyrisskipti yrði afnumin.  Þeir gerðu tillögu í þremur liðum um breytingar á þessu sviði til að greiða evrópska gjaldeyriskerfinu leið.  Samtímis lagði framkvæmdastjórnin fram tillögu um félagslegar umbætur og almenn mannréttindi.  Bretar snérust gegn báðum tillögunum með þeim rökum, að sjálfstæði þeirra væri ógnað, ef völd framkvæmdastjórnar ESB yrðu aukin.  Engu að síður gerðust Bretar aðilar að evrópsa gjaldeyriskerfinu, þegar á reyndi.

Eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu leituðu mörg ríki á þeim slóðum efnahagslegs  og stjórnmálalegs stuðnings framkvæmdastjórnar EBE, sem féllst á hernaðaraðstoð og samvinnu við mörg þeirra en hafnaði skjótri aðild.  Aðild Austur-Þýzkalands var þó samþykkt á neyðarfundi í apríl 1990 eftir sameiningu þýzku ríkjanna.  Á þessum fundi stungu Þjóðverjar og Frakkar upp á ráðstefnu ríkisstjórna aðildarríkjanna til að fjalla um nánari samskipti og samvinnu Evrópuríkja í kjölfar stjórnmálaóreiðunnar í álfunni.  Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, mælti gegn frekari sameiningu en eftir að John Major tók við embættinu var meiri sáttartónn í Bretum á því sviði.  Eftir þessa ráðstefnu, og aðrar varðandi hinn sameiginlega gjaldmiðil, hófst vinna við gerð samnings um ESB.

Samningurinn um ESB.  Fulltrúar hvers aðildarríkis komust að samkomulagi um stofnun ESB árið 1991 og í desember fundaði framkvæmdastjórnin í Maastricht í Hollandi til að gera uppkast að samingi.  Eftir mikið japl, jaml og fuður milli aðildarríkjanna undirrituðu öll aðildarríkin samninginn 7. febrúar 1992.  Tekið var fram í samningnum, að efna yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í hverju aðildarríki til staðfestingar samningnum.  Samningurinn var staðfestur árið 1993 og ESB var stofnað 1. nóvember sama ár.

ESB stefnir að friði og samvinnu fullvalda ríkja Evrópu.  Með aukinni samvinnu og vexti verður ESB öflugt efnahags- og stjórnmálalegt afl.  Frumhugmyndir hvatamanna sameinaðrar Evrópu hafa ekki náð fram að ganga, þ.e. stofnun Bandaríkja Evrópu líkt og BNA.  Fjöldi aðildarríkja fer vaxandi, einkum vegna aðildar fyrrum Austantjaldsríkja (Ungverjalands, Póllands o.fl.), Tyrklands, Kýpur og Möltu.  Hinn 1. janúar 2007 bættust Rúmenía og Búlgaría í hóp ESB-landa, sem urðu þar með 27 talsins.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM