Suður Georgía Falklandseyjar,
[Flag of the United Kingdom]


SUÐUR-GEORGÍA
FALKLANDSEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

SUÐUR-GEORGÍA er fjöllótt og gróðursnauð eyja í Suður-Atlantshafi, 1300 km austan Falklandseyja, sem hún tilheyrir.  Heildarflatarmál eyjarinnar er 3756 km² og hún er 160 km löng og 32 km breið.  Hæst rís hún í Paget-fjalli (2934m).  Snjór og ís hylur 75% eyjarinnar og á auðum svæðum vex aðeins harðgert gras og freðmýragróður.  Hreindýr voru flutt til eyjarinnar skömmu eftir aldamótin 1900 og þrífast þar.  Sjávarlíf er fjölbreytt og talsverður fjöldi mörgæsa- og selategunda.  Hvalveiðar jukust á svæðinu í kringum eyjuna eftir 1965.  Á eyjunni búa í kringum 20 vísindamenn auk aðstoðarfólks, sem annast eftirlitsstöð á Edvard konungshöfða.  James Cook, skipstjóri, heimsótti eyjuna 1775 og lýsti hana eign brezku krúnunnar.  Sir Ernest Shackleton gekk yfir eyjuna eftir ófarirnar á Suðurskautinu 1916 og var grafinn þar.  Könnun eyjarinnar beið til áranna 1964-65 og þá var Paget-tindur fyrst klifinn.  Her dvaldi á eyjunni í Falklandseyjastríðinu 1982.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM