London verzlun iðnaður menning íbúar,
[Flag of the United Kingdom]


LONDON
VERZLUN - IÐNAÐUR - MENNING - ÍBÚAR
ENGLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Staða London sem höfuðborgar heimsveldis gerir hana að setri allra fulltrúa erlendra ríkja og setur hana í fremstu röð heimsviðskiptaborga.  City of London var, er og verður ein hinna leiðandi fjármálamiðstöðva heimsins.  Þetta á einkum við um kauphöllina, þar sem svimandi háar upphæðir skipta um eigendur á hverjum degi, og tryggingarfyrirtæki, s.s. Lloyd's.  Eftir 1945 varð London að miðstöð listaverkaviðskipta fyrir tilverknað uppboðsfyrirtækj-anna Sotheby's og Christie's.

Viðskiptamiðstöð Stóra-Bretlands. London er höfuðborg Stóra-Bretlands og Norður-Írlands og því aðalstjórnsetur landsins og aðalmiðstöð verzlunar, viðskipta og iðnaðar.  Rúmlega 27% embættismanna og 20% fólks, sem starfar við iðnað, sækja vinnu á Stór-Lundúnasvæðinu.  Í borginni starfar fjöldi verzlunarráða og þar eru aðalmiðstöðvar langflestra stærstu skipa- og iðnfyrirtækja landsins.  Sýningarhallir borgarinnar eru í stöðugri notkun.  Iðnþróunin í og umhverfis borgina hefur staðnað, en í hennar stað hefur borgin öðlast aukið mikilvægi sem stjórnsetur, viðskipta- og þjónustumiðstöð (City).

Hefðbundnar iðngreinar. Aðalástæðurnar fyrir þróun iðnaðar í borginni eru fjórar:  Staða London sem höfuðborgar, framboð vinnuafls, stór vinnumarkaður og höfnin.  Fata-, húsgagna- og prentiðnaður hafa verið og eru aðaliðngreinar borgarinnar.  Demantaslípun hefur farið fram frá alda öðli í Hatton Garden.  Nýiðnaður, úrsmíði, elektrónískur- og nákvæmnisiðnaður, hefur haslað sér völl og fer að langmestu leyti fram á nýjum iðnaðarsvæðum.  Ýmiss konar iðnaður hefur verið stundaður í grennd við hafnarsvæðin (timbur- og húsgagnaiðnaður, sykurvinnsla, bjórgerð og annar matvælaiðnaður auk efnaiðnaðar).  Á milli heimsstyrjaldanna voru reistar margar verksmiðjur ofar á bökkum Thames, s.s. sements-, pappírs- og bílaverksmiðjur (Ford í Dagenham).  Eftir síðari heimsstyrjöldina bar mest á uppbyggingu í olíuhreinsun og annarri olíuvinnslu við Tilbury.

Íbúarnir.  Þegar í lok 16. aldar voru rúmlega 500.000 íbúar í borginni, sem var þá orðin langstærsta borg landsins.  Fram að upphafi 19. aldar fjölgaði þeim stöðugt.  Frá miðri 19. öld fækkaði íbúunum (um 130.000 árið 1851; 50.500 árið 1881;  13.700 árið 1921;  11.000 árið 1931 og 5.000 á níunda áratugnum.  Samtímis óx íbúafjöldi Stór-London (2,2 milljónir 1841; 6,7 milljónir á níunda áratugnum).  Íbúafjölgunin olli ekki einungis útþenslu borgarinnar, heldur þróun nýrra bæja umhverfis hana (New Towns), s.s. Basildon, Crawley, Harlow, Hatfield, Hemel, Hampstead, Stevenage, Welwyn Garden City og Milton Keynes.

Aukið mikilvægi London sem viðskipta- og iðnaðarborgar laðaði til sín æ fleiri íbúa.  Á17. öld komu húgenottar, á 18. öld Írar og Afríkumenn, kínverjar settust að í hafnarhverfunum á f.hl. 19. aldar og gyðingar streymdu að eftir 1880 og settust að í hverfum nærri höfnunum og í East End.  Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni komu innflytjendur frá Vestur-Indíum, Afríku, Kýpur, Indlandi og Pakistan.  Hin síðari ár hefur helzt borið á arabískum innflytjendum, sem hafa keypt hótel og skrifstofubyggingar.  London er stærsta þéttbýli Brezka samveldisins, sem verður stöðugt stærri deigla fólks frá öllum heimshornum og af öllum litar- og kynþáttum.  Nú einkennast margir hlutar borgarinnar af ákveðnum þjóðernum, s.s. Brixton, þar sem býr aðallega fólk frá Jamaica og í Notting Hill býr fólk frá Trinidad.  Bengalar hafa setzt að í East End og Indverjar eru í meirihluta í Southhall.  Kínverjar eru helzt í Soho, þar sem þeir stunda matreiðslu.  Ríkir arabar kjósa að búa í Kensington.  Þessi þróun veldur vanda, sem snýst um sjálfstjórn, menntun og menningu, jafnræði trúar-bragða og jafnrétti kynþátta.

Menningin.  London er miðstöð menningar og vísinda landsins.  Þar er aðalsetur stærstu útvarps- og sjónvarpsstöðva (BBC) og helztu dagblaða landsins.  Í borginni starfa a.m.k. sex stórar hljómsveitir (Konunglega fílharmoníuhljómsveitin, Fílharmoníuhljómsveiti Lundúna, BBC hljómsveitin, Hljómsveit konunglegu óperunnar, Fílharmoníusveitin og Sinfóníuhljómsveit Lundúna), rúmlega 50 leikhús (þ.á.m. Þjóðleikhúsið, Konunglega Shakespear leikhúsið/Barbican-leikhúsið og stærsta óperuhús Stóra-Bretlands, Konunglega óperan í Covent Garden).  Þar eru líka þekktir balletflokkar, Konunglegi balletinn og Hátíðaballet Lundúna.

Helztu söfn landsins eru líka í borginni: Brezka safnið, Viktoríu- og Albertsafnið, Þjóðlistasafnið, Tatesafnið, Náttúrusögusafnið og stærsta bókasafn landsins.  Önnur merkileg söfn eru:  Hayward Gallery og Institute of Contemporary Arts.

Lundúnaháskóli var stofnaður árið 1836.  Allt fram til ársins 1900 var hann prófstofnun en varð þá kennslu-stofnun.  Þar stunda á milli 40 og 50 þúsund stúdentar nám í níu deildum og fjölda sjálfstæðra skóla, sem hafa sumir margar deildir og eru dreifðir um borgina og nærliggjandi greifadæmi.  Lundúnaháskóli varð fyrstur til að útskrifa konur árið 1878.  Aðalsetur háskólans er við Russel-torg og mest ber á byggingum háskólaráðs og bókasafnsins.  Norðan þeirra, við Gover Street, eru skóla-byggingar stærsta hluta háskólans (1826).  King's College er í álmu Somerset House.

Aðrir háskólar, sem tilheyra Lundúnaháskóla, eru:  Bedford College (sjá Regent Park), Imperial College of Science and Technology (South Kensington), London School of Economists (nærri Kingsway), Birbeck College og Goldsmith's College.

Á sjöunda áratug 20. aldar bættust tveir skólar við:  City-háskólinn (2500 stúdentar) og Brunel-háskólinn (1800 stúdentar).  Auk framangreindra skóla tengjast tækniskólar, Verzlunarskóli Lundúna, listaháskólar (Chelsea School of Arts, Royal College of Art), Konunglegi sjóhersskólinn og margar rannsóknarstofnanir, Lundúnaháskóla.

Trúarbrögð.  Þessi margslungna deigla íbúanna er af allflestum trúarbrögðum heims.  Anglíkanska kirkjan er þjóðkirkja landsins með þjóðhöfðingjann í fararbroddi og 66% þjóðarinnar að baki sér.  Skotar eru líka mótmælendur, flestir presbýtar.

London er setur anglíkansk biskups.  Þar er líka katólskur biskup (4,2 milljónir Breta eru katólskar).  Auk þessara kirkjudeilda eru margir meþódistar, fríkirkjufólk, babtistar og presbýtar (1,7 milljónir í Stóra-Bretlandi).  Alls býr tæp hálf milljón gyðinga í landinu og þar eru því nokkrar sýnagógur.  Fólki frá löndum araba fjölgar stöðugt, einkum í London, þar sem það hefur reist sér moskur.

Mynd:  Euston Tower.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM