London samgöngur,
[Flag of the United Kingdom]


LONDON
Samgöngur

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

London teygist u.þ.b. 75 km upp með Thames á báðum bökkum og þar er hafskipahöfn, sem er meðal hinna stærstu í heimi (45 milljónum tonna umskipað á ári).  Á miðöldum var hún eina brezka höfnin, sem hafði viðskipti við alla heimshluta.  Engin önnur brezk höfn hefur komizt í hálf-kvisti við hana vegna stöðugt aukinna viðskipta og iðnaðar í London.  Mesta uppbygging hafnar-innar fór fram á 19. öld og margar bryggjur frá þeim tíma eru enn þá í notkun, s.s. Viktoríu-, Millbank-, Vestur-Indíu-, Austur-Indíu- og Konunglega Albertbryggjan.  Öðrum minni bryggjum, s.s. St. Katharine-bryggjunum, var lokað af hagkvæmisástæðum.

Hafnarmannvirkin ná yfir 148 km á bökkum Themse og 16 km² svæði með 58 km löngum skurðum.  Þetta svæði ásamt árósunum með gáttastíflunum er undir stjórn hafnarstjórnarinnar (The Port of London Authority), sem var sett á laggirnar árið 1908.  Lítil skip geta siglt inn á svæðið milli 'London Bridge' og 'Tower Bridge', sem oft er nefnt 'Lundúnapollurinn'.

Mesta uppbygging hafnarinnar undanfarið hefur verið á svæði, sem er 25-30 km ofan við Tower brúna.  Þar eru Tilbury-hafnarmannvirkin, sem þjóna gáma- og farþegaskipum (áætlunar-ferðir til Ástralíu, Suður-Afríku og Austurlanda fjær; u.þb. 80.000 farþegar árlega).  Enn þá ofar við ána eru olíuhafnirnar 'Shellhaven', Thameshaven, Canvey Island og Coryton, sem geta tekið við allt að 90.000 lesta skipum.            Aðalútflutningsvörurnar, sem fara um hafnarsvæðin eru:  Farartæki, vélar og efnavörur. Aðalinnflugningsvörur, sem fara um hafnarsvæðin eru:  Olía, timbur og kornvörur.

Það eru fimm flugvellir í London:
Heathrow er einn mikilvægasti millilandaflugvöllur heims.

Gatwick er líka sunnan London.  Hann þjónar aðallega leigu- og farþegaflugi.

Luton (aðallega leiguflug) og Standsted eru litlir varaflugvellir og Battersea er þyrluflugvöllur.  Á gamla hafnarsvæðinu er „London City Airport” fyrir litlar flugvélar.

Í upphafi áttunda áratugarins ákváðu yfirvöld að loknum löngum rannsóknum að stækka ekki þessa flugvelli, heldur að byggja nýjan stórflugvöll í Foulness við neðanverða Thames.

Flugfrakt eykst stöðugt.

Járnbrautir, neðanjarðarlestir og rútur:
Aðalborgarsvæðið er vinnustaður rúmlega 1,5 milljóna manna, þannig að ríflega ein milljón ferðast daglega til og frá miðborginni, u.þ.b. 400.000 með lestum, 300.000 með neðanjarðarlestum, 100.000 með áætlunarvögnum og ríflega 200.000 í eigin farartækjum.  Flestir farþegarnir koma frá stöðum innan 25 km radíuss frá miðborginni en u.þ.b. 200.000 koma lengra að.  Fimmtán aðalbrautarstöðvar þjóna fólki, sem ferðast í hverja átt.  Alls eru 325 brautarstöðvar í Stór-London.

Neðanjarðarlestirnar (The Tube) eru liprasti og fljótlegasti ferðamátinn.  Þær aka á milli rúmlega 276 stöðva á 410 km löngum sporum og flytja vel á þriðju milljón farþega á viku (130 milljónir á ári).  Bakerloo-Northern-leiðin er mest notuð og þar aka 33 lestir fram og til baka á hverri klukkustund.  Mikilvægasta brautarstöðin er 'Victoria Station' (20 milljónir farþega á ári).

Neðanjarðarlestakerfið í London er að hluta til hið elzta í heimi.  Fyrstu gufulestirnar óku um það árið 1863.  Rafmagnslestir komu í þeirra stað árið 1890.  Gröftur núverandi kerfis hófst á árunum 1906 til 1907.  Í síðari heimsstyrjöldinni voru neðanjarðarstöðvarnar notaðar sem loftvarnarbyrgi.

Strætisvagnakerfi borgarinnar er u.þ.b. 7000 km langt.

„London Regional Transport Authority” (LRT) stjórnar ferðum neðanjarðarlesta og strætisvagna borgarinnar.  Sporvagnar voru lagðir niður fyrir alllöngu.

Hraðbrautir eru fáar í Englandi í samanburði við Þýzkaland, en London er undantekning sem aðaltengill hraðbrautanna í landinu.  Westway var fyrsta borgarhraðbrautin (Motorway 4).  Hún liggur til Windsor og Heathrow-flugvallar.  M1-hraðbrautin liggur til Birmingham, M3 til Southampton, M4 til Bristol og M40 til Oxford og lengra til vesturs.  Eftirtaldir þjóðvegir eru mikil-vægar samgönguleiðir:  A1 til Petersbourough og Skotlands; A2 til Rochester/Dover og Canterbury; A3 til Portsmouth;  A4 til Windsor, Bristol og Wales;  A5 til St. Albans;  A10 til Cambridge;  A11 til Norwich;  A12 til Colchester, Harwich, Austurstrandarinnar og Southend;  A13 til Tilbury;  A20 til Folkstone;  A21 til Hastings;  A22 til Eastbourne;  A23 Brighton og Gatwick-flugvallar;  A24 til Horsham;  A30 til Exeter;  A40 til Oxford og vesturhlutans;  A41 til Birmingham og norðurhlutans;  A127 til Southend-on-Sea;  A308 til Windsor.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM