Gamla góða Kaupmannahöfn

Eftir Guðlaug Arason

 

 

Guðalaugur Arason hefur búið í Kaupmannahöfn undanfarin ár og meðal annars leitt fróðleiksfúsa íslenska ferðalanga um götur okkar fornu höfuðborgar.  Vinsældir þessara gönguferða sem hefjast á tröppum Ráðhússins hafa farið ört vaxandi með ári hverju, enda er Guðlaugur manna fróðastur um sögu Kaupmannahafnar.  Hér greinir hann frá 180 götum, flestum innan gömlu borgarveggjanna, og segir óborganlegar sögur af fólki, byggingum og aðstæðum, allt frá því menn héldu búfénað í híbýlum sínum þar til lífsgæðakapphlaupið tók völdin.  Ekki er síst eftirsóknavert að hlusta á frásagnir Guðlaugs af þekktum Íslendingum og dönsku hefðarfólki sem setti svip á samtíð sína og skringisögur sem vekja jafnvel hroll.

 

Gamla góða Kaupmannahöfn er í senn ferðahandbók, skemmtirit og sagnfræði – ómissandi fyrir alla sem vilja skoða borgina við Sundið.