Danmörk
er þingbundið konungsríki með stjórnarskrá frá 1953.
Margrét II, drottning, tók við að föður sínum, Friðriki
IX, látnum árið 1972.
Framkvæmdavaldið
er í höndum þjóðhöfðingjans að nafninu til, en hann eða hún
framselur það til ríkisstjórna.
Þjóðhöfðinginn skipar forsætisráðherra, sem verður að
hafa hafa meirihluta á þingi.
Löggjafarvaldið
er í höndum þjóðhöfðingjans og einnar deildar þings,
Folketinget. Bæði þingið
og þjóðhöfðinginn verða að samþykkja lagafrumvörp til þess að
þau gangi í gildi. Stríðsyfirlýsing
og friðarsamningar eru í höndum beggja þessara aðila. Þingmenn (179) eru kosnir til fjögurra árra í senn.
Færeyjar og Grænland eiga eiga sæti fyrir einn þingmann hvort
í Folketinget en aðrir þingmenn eru kosnir hlutfallskosningu.
Kosningaaldur er 18 ár fyrir alla ríkisborgara, sem hafa fasta
búsetu í landinu. Vísa má
málum til þjóðarinnar, ef þriðjungur þingmanna óskar þess í
atkvæðagreiðslu og hafni a.m.k. 30% kjósenda slíkum frumvörpum,
falla þau.
Dómsvaldið
er í höndum 82 héraðs- og borgardóma, sem setnir eru einum dómara,
tveggja dómstóla á öðru stigi og eru fjölskipaðir og eins hæstaréttar
í Kaupmannahöfn.
Héraðs-
og sveitarstjórnir.
Héraðsstjórnir eru skipaðar 7-31 kjörnum fulltrúum, sem eru
kosnir með meirihluta atkvæða í almennum kosningum.
Borgarráð ræður förinni í Kaupmannahöfn og framkvæmdaráð
með aðalborgarstjóra og 5 aðstoðarborgarstjórum auk 5 öldunga
framfylgir stefnu borgarráðsins.
Héraðsstjórnir með héraðsstjóra í fararbroddi stjórna
hinum 14 héruðum. Ráðuneyti
innanríkismála hefur yfirumsjón með héruðunum og hverfum
Kaupmannahafnar og Frederiksberg. Sveitarstjórnir
stjórna sveitarfélögum.
Stjórnmálaflokkar.
Fjöldi stjórnmálaflokka er starfandi í landinu.
Sósíaldemókratar (1871) hafa löngum verið öflugasti
flokkurinn og síðan koma Hófsami íhaldsflokkurinn, Hofsamir vinstri
og Frjálslyndir miðvinstrimenn.
Heilbrigðismál
og félagslega kerfið. Danir voru meðal fyrstu ríkja heims til að taka upp velferðarkerfi
árið 1930. Núverandi
kerfi innifelur sjúkratryggingu og nær til rúmlega 95% þjóðarinnar
með ókeypis læknis- og spítalaþjónustu, greiðslu fyrir lífsnauðsynleg
lyf og hluta af tannlæknaþjónustu.
Þótt kerfið sé dýrt, hafa Danir hafnað hugmyndum hægri
manna um aukna áherzlu á einkatryggingar.
Almannatryggingarkerfið nær líka til veikinda, slysa,
atvinnulausra og fatlaðra, félagslegrar aðstoðar og barnagæzlu, þ.m.t.
dagheimila.
Hermál.
Danir voru meðal stofnríkja NATO.
Herinn taldi 27.700 hermenn og annað starfsfólk 1993, þar af
9100 skráða og 1000 konur. Skráning er almenn og allir skráðir verða að stunda æfingar
í níu mánuði. Hermennirnir
voru 16.900. Sjóherinn á
lítinn flota og varðskip og 4500 hermenn.
Flugherinn (6300) er undir stjórn NATO.
Uppgjafahermenn voru 70.000 og landherinn ræður yfir
heimavarnarliði, 54.500, sem sjálfboðaliðar eru í til fimmtugs
flugherinn 4000, og sjóherinn 10.700. Danir létu af hlutleysisstefnu sinni eftir síðari
heimsstyrjöldina. Árið
1988 varð það fyrst NATOríkja til að senda konur í herþjónustu
í fremstu víglínu. |