Vegakerfi landsins er velþróað og greiðfært.
Vélknúnum farartækjum fór að fjölga eftir síðari
heimsstyrjöldina og sú þróun heldur áfram.
Reiðhjól voru fyrrum vinsæll farskjóti og eru reyndar enn
þá eins og hjólreiðabrautir meðfram götum og vegum sýna.
Áætlunarbílar og strætisvagnar þjóna öllum landsmönnum og
á síðari hluta 19. aldar var farið að járnbrautarvæða landið.
Ferjur og brýr eru veigamikill hluti flutingakerfis landsins.
Alþjóða- og innanlandsflugvöllurinn í Kastrup er meðal stærstu
flugvalla Evrópu.
Flugfélag Dana, Norðmanna og Svía, SAS, annast bæði
innanlands- og millilandaflug auk margra annarra minni flugfélaga. |