Danmörk sagan,
[Flag of Denmark]


DANMÖRK
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

7.-8. öld  Danir lögðu undir sig Suður-Svíþjóð, ýmsar eyjar og Jótland og hröktu vestgermana (herúla, engla, saxa og jota) brott.

9.-11. öld       Á þessu tímabili hófst borgamyndun, kristni breiddist út og víkingar fóru í ránsferðir.  Á árunum 804-810 lét Gogfred konungur byggja varnarmúr í Suður-Jótlandi gegn Karli mikla.  Kristnin, sem hóf innreið sína á 9. öld varð að ríkistrú í valdatíð Knúts mikla konungs.  Gormur gamli (900-935) og Haraldur blátönn (935-985) sameinuðu Danmörku eftir blóðug átök við höfðingja margra landshluta.  Vesturvíkingar, Danir og Norðmenn, sem voru víðast nefndir Normannar, fóru í ránsferðir til ýmissa staða í Norðvestur-, Vestur- og Suður-Evrópu.  Ísland byggðist frá árinu 874 og Grænland frá 983.  Íslendingar komust fyrstir Evrópubúa til Norður-Ameríku og nokkurra kanadískra eyja árið 1000.  Árið 911 fékk Rollo (Robert I) Normandí að léni frá karólínska Frakkakonunginum Karli.

1000-42  Á þessu tímabili var Danmörk stórveldi.  Sveinn tjúguskeggur (985-1014) og Knútur mikli (1018-35) lögðu Noreg og England undir sig.

1157-1345  Þetta tímabil er kallað Valdemarsskeiðið.  Innri uppbygging og styrking ríkisins.

1000-1250  Rómanskar byggingar, s.s. dómkirkjurnar í Ribe og Viborg.  Því næst komu tígulsteina byggingar.  Á síðari helmingi þrettándu aldar voru klausturkirkjurnar í Sorø og Ringsted og fimmturna frúarkirkjan í Kalundborg byggðar.

1157-82  Valdatíð Valdimars I hins mikla.  Hann endurskipulagði ríkið.  Árið 1168 náði hann eyjunni Rügen, sem var byggð vindum.  Absalon biskup (1128-1201) gat sér orðstír sem stjórnmálamaður og hershöfðingi.

1202-41  Valdatíð Valdimars II.  Hann lagði undir sig lönd vinda við Eystrasalt og þvingaði Friðrik II keisara til afsagnar.  Eftir ósigur við Bornhöved í Holstein varð hann að falla frá þeirri ákvörðun.  Hann fór í krossferð til Eystlands 1219 og hélt landinu enn þá árið 1238.  Þar er sagt, að þjóðfáni Dana, Dannebrog, hafi fallið af himnum ofan í orrustu.

13.-16. öld        Gotneskar tígulsteinabyggingar.  Á 13. öld (endurbyggðar síðar):  Dómkirkja Hróarskeldu,  Århus, Óðinsvéa og kirkja heilags Knúts.  Á 14. öld:  Álaborgardómkirkjan og Dudolfskirkjan.  Á 15. öld:  Dómkirkjan í Køge og Nikulásarkirkjan.

1340-75  Valdatími Valdimars IV atterdag.  Hann endurreisti konungsdæmið.  Árið 1361 rændi hann og ruplaði í Visby á Gautlandi, sem var í bandalagi við Lübeck.  Hansakaupmenn neyddu hann til samninga eftir átök á árunum 1367-70).

1375-1523  Kalmarsambandið.  Norðurlönd sameinuð undir stjórn Danmerkur.  Danmörk kjöreinveldi.  Völd aðals aukast.

1375-1412  Margrét, dóttir Valdimars VI, varð drottning Dana 1375 f.h. sonar síns Ólafs (†1387), sem var á barnsaldri, drottning Noregs 1380 f.h. látins eiginmanns síns, Hákons IV og 1389 í Svíþjóð.

1397  Kalmarsambandið varð til við sameiningu Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og allra landa, sem tilheyrðu þeim.  Eiríkur af Pommern, systkinabarnabarn Margrétar I, Danadrottningar, var krýndur konungur sambandsins.  Svíþjóð barðist síðan fyrir sjálfstæði sínu á tímabilinu 1433-1523.  Noregur sagði sig úr sambandinu 1814 og eftirlét Danmörku Grænland, Ísland og Færeyjar.

1448-81  Kristján I af Oldenburg forfaðir síðari konunga og drottningar landsins.

1460               Stéttir Slésvík-Holstein völdu Kristján til hertoga.  Ófriður 1848-64 vegna persónulegs sambands hertogadæmanna, sem Kristján staðfesti.

1478                var Kaupmannahafnarháskóli stofnaður.

1513-23            var Kristján II við völd.  Hann reyndi að endurreisa Kalmarsambandið og tókst að leggja Svíþjóð undir sig 1520.  Hann lét taka 82 forystumenn Svía af lífi.  Gústaf Wasa hrakti hann frá Svíþjóð 1521 og frá Noregi og Danmörku 1523.

Baráttan um yfirráðin við Eystrasalt.
1534-59Kristján III.  Lübeck reyndi að blanda sér í innanlandsdeilur Dana á Grabenfehde til að tryggja viðskiptahagsmuni sína, en fór höllum fæti.

1534  Siðbótin innleidd með lögum.  Jóhann Bugenhagen skipulagði kirkjuna í Danmörku.

1559-88  Upphaf baráttunnar við Svía.  Hið svokallaða þriggjakonungastríð (1563-70) við Svía færði enga landvinninga en Svíar urðu að viðurkenna sundatollinn.  Árin 1576-97 studdi Friðrik konungur Tycho Brahe við umbætur í stjörnuathugunum á eyjunni Ven á Eyrarsundi.

1588-1648  Kristján IV, alþýðlegasti konungur Dana.  Árin 1625-29 reyndi hann að beita Dönum í 30 ára stríðinu.  Eftir að Tilly sigraði Dani við Lutter 1526 dró mjög mátt úr þeim.

1540-1660  risu byggingar í endurreisnarstíl.  Flestar múrsteinsbyggingar með skreytingum úr sandsteini bera vott um hollenzk áhrif, s.s. Krónborgarhöll, Friðriksberg (1602-20), Rósenborg (1608-17) og kauphöllin í Kaupmannahöfn (1619-40).

1613-15 og 1643-45 Stríð við Svía og Danir urðu að yfirgefa fleiri svæði á Skandínavíuskaga.

1648-70  Friðrik III.  Árin 1657-60 laust Dönum og Svíum tvisvar saman á ný.  Karl X, Svíakonungur, gerði innrás í Danmörku.  Danir vörðust hraustlega í Kaupmannahöfn 1659 og unnu sigur við Nyborg.  Danir urðu að láta Svíum eftir yfirráðasvæði sín í Suður-Svíþjóð.

Einveldi.
1660         varð Danmörk að erfðaeinveldi.  Aðallinn, sem brást illa í baráttunni við Svía, varð að brjóta odd af oflæti sínu.  Friðrik III kallaði saman ríkisþingið, sem fékk konungi öll völd í hendur með lögum.  Íslendingar sóru konungi hollustueið í Kópavogi 1662.

1670-99   Kristján V.  Árið 1671 kom konungur sér upp hirð og embættismannastétt.

1699-1730  Friðrik IV dró verulega úr ánauð og átthagafjötrum manna.  Bæði hann og Kristján V reyndu að ná aftur töpuðum landsvæðum og að innlima Holstein.

1675-1720  Stríðsátök við Svía með hléum.  Danski flotinn vann stóra sigra, s.s. í Køgefirði 1677, 1715 við eyjuna Rügen og við Marstrand 1719.

1660-1730  Barokbyggingar, s.s. Charlottenborg í Kaupmannahöfn (>1672) og Lausnarakirkjan í Kaupmannahöfn (>1682).

1720-1807  Langt tímabil friðar.  Viðskipti og andlegt líf blómstruðu og Kaupmannahöfn varð stöðugt mikilvægari í heimsviðskiptum.

1746-66  Friðrik V.  Áhrif Þjóðverja aukast í tíð J.H. Bernstorff greifa.  Klopstock kallaður til Kaupmannahafnar, þar sem hann starfaði 1751-70.

1730-80   Rokokobyggingar, s.s. Amalienborg (1740-50) og Charlottenlund.

1766-1808 Kristján VII.  A.P. Bernstorff, greifi og ráðherra, kom fram miklum endurbótum (1784-97), sem að lokum leystu bændur úr ánauð.

1807       Englendingar gerðu árás á Kaupmannahöfn vegna ótta við notkun stríðs- og kaupskipaflota Dana í þágu Napóleons.

1808-39   Friðrik VI tók ungur við völdum af geðveilum föður sínum (1784).  Árás Englendinga hrakti Dani til sambands við Frakka, sem gerði það að verkum, að þeir flæktust í Napóleonsstyrjaldirnar.

1814         Friðarsamningar í Kiel.  Danmörk tapaði Noregi og Helgolandi.

1780-1840 Klassískar byggingar, s.s. Kolonnade (1795) við Amalienborg, Frúarkirkjan (1811-29), dómshúsið (1815) og Thorvaldsenssafnið (1839-48).  Allar eru þessar byggingar í Kaupmannahöfn.

Þingbundin konungsstjórn.
1839-48       Kristján VIII.

1848-63       Friðrik VII.  Stjórnarskrá tók gildi árið 1849.

1848-64       Slésvík-Holstein sagði sig úr lögum við Danmörku og Danir brugðust við með því að tilkynna innlimun Slésvíkur strax og árið 1863 Holstein.  Vopnuð uppreisn íbúa þessara hertogadæma var bæld niður árið 1850.  Árið 1864 neyddi þýzki herinn (Prússar og Austurríkismenn) Dani til að afhenda þessi svæði auk Lauenburg.

1863-1906    Kristján IX.  Danmörk rak hlutlausa utanríkisstefnu.  Íhaldsmenn, frjálslyndir og sósíalistar tókust á um völdin.  Íslendingar tóku við stjórnarskrá úr hendi konungs 1874.

1912-47        Kristján X.  Danmörk var hlutlaus í fyrri heimsstyrjöldinni.  Árið 1915 var samþykkt
ný og lýðræðisleg stjórnarskrá og konur fengu kosningarétt.  Árið 1917 urðu Danir að selja BNA nýlendu sína í Vestur-Indíum (Dönsku-Jómfrúareyjar).

1918            
fékk Ísland fullveldi með persónulegu sambandi við konung.

1920             Samvæmt Versalasamningunum fengu Danir Norður-Slésvík eftir almennar kosningar þar.  Þetta svæði var 4000 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 160.000.

1860-1920      Ýmsar byggingar í sögulegum stílum, s.s. Konunglega leikhúsið (1872-74; nýendurreisnarstíll), ráðhúsið

(1892-1905; sami), Kristjánsborg (1907-20; nýbarok) og aðalbrautarstöðin (1907-11; allar í Kaupmannahöfn).    Undirstöður dansks viðskiptalífs voru bændasamtökin.  Stóreignum fækkaði stöðugt.  U.þ.b. 80 lýðháskólar (stofnaðir 1844) gáfu fólki í dreifbýlinu tækifæri til að öðlast góða, almenna menntun.  Vegna lækkaðnd heimsmarkaðsverðs á vefnaðarvörum snéru danskir bændur sér æ meira að búfjárrækt og fluttu út mjólk, mjólkurvörur og kjöt í mjög vaxandi mæli.

1939-45     Síðari heimsstyrjöldin.  Danir voru hlutlausir.  Þjóðverjar hernámu landið og sátu þar 1940-45.  Danska ríkisstjórnin hélt völdum þar til hernámsliðið tók þau 1943 og dönsk útlagastjórn hélt áfram afskiptum frá London.  Þjóðfrelsishreyfing Dana starfaði öll stríðsárin og lét margt gott af sér leiða, þótt það kostaði fórnir.  Þjóðverjar undirrituðu uppgjafarsáttmála 4. maí 1945.  Kratinn Buhl myndaði bráðabirgðastjórn.

1944          lýstu Íslendingar yfir sjálfstæði sínu og stofnuðu lýðveldi.  Danir létu af strangri hlutleysisstefnu sinni og urðu aðilar að samtökum vestrænna þjóða, þrátt fyrir talsvert öflug samtök kommúnista í landinu í byrjun.  Kristján X lézt 1947.

1947-72     Friðrik IX. 

1948          fengu Færeyingar heimastjórn.

1949          Samningar við yfirvöld í Slésvík-Holstein tryggðu danska minnihlutanum í Suður Slésvík öll lýðræðisleg réttindi og skyldur.  Danir gerðust aðilar að NATO og BNA tryggðu öryggi Grænlands, þar sem þau reistu herstöðvar.

1951         Norðurlandaráð stofnað.

1953         Stjórnarskrárbreytingar.  Einnardeildarkerfi í Ríkisþinginu.  Konungserfðir í kvenlegg tryggðar.  Grænlendingar fengu tvo fulltrúa á þingi.

1958          Vegabréfa- og tollasamband Norðurlanda.

1960          EFTA stofnað með aðild Danmerkur (European Free Trade Association).

1972         
Margrét II tók við völdum.  Danir gengu í Evrópusambandið.

1978          Dauðarefsing afnumin.

1979         
fékk Grænland takmarkaða stjórn eigin mála.  Barátta fyrir fullri heimastjórn.
Þingkosningar í Danmörku.  Kratar og íhaldsmenn komu allvel út úr þeim.  Anker Jørgensen varð forsætisráðherra í minnihlutastjórn í oktober.

1980          var önnur kvennaráðstefna Sameinuðuþjóðanna haldin í Kaupmannahöfn.
Kratar töpuðu í kosningum í Færeyjum.

1981           Fiskveiðideila Dana og Þjóðverja vegna þorskveiða þýzkra togara við Grænland.  Þingkosningar í desember.  Kratar misstu fylgi en Anker Jørgensen myndar samt sem áður nýja minnihlutastjórn.

1982           Grænlendingar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu (gekk í gildi 1984).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM