Umhverfis
borgina eru þrír bæir, að hluta til í rústum, sem voru fyrrum höfuðborgir
landsins um tíma: Amarapura,
Ava og Sagaing.
Bodawpaya
konungur stofnaði borgina ódauðlegu,
Amarapura,
í nokkurra km fjarlægð frá Mandalay árið 1781.
Hún var höfuðborg landsins á árunum 1782-1857 að
undanskildu stuttu tíma-bili, er hin nærliggjandi Ava tók við
hlutverkinu. Þorpsbúarnir,
sem búa umhverfis Amarapura lifa að mestu á silkivefnaði og þar eru
vefstólar í næstum hverju húsi.
Íbúar þorpsins Kathe eru kunnir fyrir munstruðu skyrturnar
(Acheik Htamein), sem þeir framleið og hneppast ekki alla leið upp í
háls (köflóttar = Long-yi). Kvenfólk
klæðist þeim við hátíðleg tækifæri.
Umhverfis Amarapura eru vötn umkringd trjám.
U-Peinbrúin í Amarapura, sem var nefnd eftir
byggingarmeistaranum, var byggð úr tekki úr höllinni í Ava, sem var
yfirgefin. Hún er rúmlega
250 ára gömul og telst vera hin elzta í Myanmar.
Skammt
sunnan Mandalay er Avabrúin
með sextán bogum, eina brúin yfir Irawadi-fljótið.
Hún var reist árið 1938.
Hún varð fyrir skemmdum, þegar Bretar héldu brott af svæðinu
árið 1942, og var endurbyggð árið 1954 til að viðhalda sambandi
milli Mandalay og Sagaing. Sagaing
er hrífandi bær með grænum hæðum, prýddum pagódum og musterum á
vesturbakka Irawadi.
Sjötíu
km sunnan Mandalay (leigubílar frá basarnum; 2 klst.; fallegt útsýni
á leiðinni) er hið afskekkta fjallaþorp
Maymyo
(1061m), sem var vinsæll dvalarstaður Breta á hernámsárunum, þegar
heitast var niðri á láglendinu.
Yfirbragð þorpsins einkennist af furðulegi deiglu gamalla búrmanskra
húsa og enskra óðalsetra. Það
er hentugt að dvelja á Maymyokránni, fyrrum Danda Craig hótelinu.
PAGAN
í
Mið-Myanma (170 km suðvestan Mandalay; 500 km frá Rangún) var höfuðborg
samnefndrar konungsættar frá 7. til 12. aldar og var oft færð úr
stað á tímabilinu. Rústasvæði
borgarinnar, sem er u.þ.b. 40 km², er einn áhugaverðasti skoðunarstaður
landsins á austurbakka Irawadi (flugsam-göngur frá Mandalay og Rangún
til bæjarins Nyaung-U).
Blómaskeiði
Pagan lauk á dögum Anawrahta og Kyansittha (11. öld) konunganna.
Anawrahta lagði Thaton undir sig árið 1057 (sambærileg við
Pathom í Tælandi). Þaðan
voru búddamunkar, listamenn og iðnaðaðmenn auk 30 fílsburða af
Palitöflum fluttir brott sem herfang.
Búrmabúar fengu stafróf sitt frá þessum Mon-munkum og þar
með bókmenntir sínar. Í
kjölfarið fylgdu óteljandi stórkostlegar byggingar.
Þegar konungur landsins varð að hörfa undan bröndum og eyðileggingu
herja Kublai Khan hins kínverska, lét hann eyðileggja margar þeirra
á undanhaldinu af hernaðarlegum ástæðum.
Þessir viðburðir mörkuðu endalok stórkostlegs tímabils í
landinu. Borgin fór í eyði
og féll í algera gleymsku í upphafi 17. aldar.
Rústir rúmlega 5000 helgidóma liggja í allt að 25 km löngu
og 1,5 km breiðu svæði á giljum skorinni hásléttu á milli
kaktusa, tamariska og jujuben (Zizyphus jujuba).
Allt fram á 20. öldina voru margar klukkulaga pagódur, hof á
krosslaga grunnum með hvelfingum og pagódulöguðum miðturnum og
nokkur klaustur velvarðveitt. Miklir
jarðskjálftar ollu miklu tjóni, sem var aðeins hægt að lagfæra að
hluta til.
Frá
flugvellinum, sem er skammt norðan rústasvæðisins, er hægt að aka
með strætisvagni til þorps-ins
Nyaung-U (skemmtilegur markaður).
Á leiðinni nýtur fólk hins furðulega landslags með óteljandi
spírum musterisrústa. Akuryrkja
er stunduð víða á flatlendinu milli rústanna.
Það er bezt að leigja hestakerru með innfæddum ekli til að
njóta umhverfisins til hlítar. Það
er talsvert erfitt að skoða musterin, því að þangað verður fólk
að fara berfætt á þessu runnum gróna landi.
Við
jaðar Nyaung-U er hin fagra og turngranna
**Shwe-Zigonpagóda,
sem Anniruddha konungur (1044-1077) hóf að reisa en Kyansittha
konungur (1085-1113) lauk. Sagt
er, að hún geymi hluta af ennisbeini og tönn úr Búdda, og er því
fjölsótt af pílagrímum. Á
verönd pagódunnar er fjöldi bænaskrína og skírnarfonta.
Pagan
nútímans er varla nokkuð annað en samansafn timburhúsa í einni röð
við þjóðveginn frá Nyaung-U. Lítið
er eftir af borgarmúrum fyrri tíma.
Sarabhahliðið, sem Pyinba konungur (846- 878) byggði þjónar
enn þá sem markaðsbygging. Það
var aðalhliðið í austurmúrnum og er eina mannvirkið, sem hefur varðveitzt
frá gömlu borginni á 9. öld. Hliðsins
gæta tvær andaverur (Nat) og systkinin Mahagiri.
Nærri
Sarabha-hliðinu, rétt austan múrsins, er hið risastóra og hvíta
Anandahof,
sem var skírt í höfuðið á uppáhaldsnemanda Búdda.
Það geymir ómetanlega dýrgripi og er mjög fjölsótt af þeim
sökum. Kyansittha konungur
lét reisa það á krosslöguðum, jafnarma grunni árið 1091.
Það er alls 55 m hátt og endar í grannri turnspíru.
Fjögur hlið liggja inn í aðalhelgidóminn, og völundarhús
ganga er skreytt búddastyttum og Monáletrunum og minna helzt á
katakombur. Í miðju
hofsins eru 9 m háar, gylltar styttur af Búdda og þremur fyrri
endurholgunum hans, Kukasanda, Konagamana og Kassapa.
Aðalgangurinn er prýddur 80 styttum sem lýsa Bodihisattwa frá
fæðingu til uppljóm-unar. Í
vesturinnganginum eru tvö fótspor Búddas á pöllum.
Nærliggjandi
safn geymir áhugaverðar styttur og steinskrift.
Skammt
frá Sarabha-hliðinu, innan gömlu borgarmúranna, er bókasafnið
Pitakat Taik, sem Anawrahta drotting lét reisa fyrir þrjátíu fílsburði
af búddatöflum.
Suðvestan
Anandahofsins, einnig innan borgarmúranna, er hið 64 m háa
*Thatbyinnyuhof
(hof alvizkunnar), sem Alaungsithu konungur lét reisa um 1140. |