Stara Zagora er borg
í Mið-Búlgaríu í Khaskovo-héraði á Þrakísku sléttunni við rætur
Sredna Gora-fjöllin. Umhverfis
borgina eru vínekrur, kornakrar og rósabreiður auk markaðsgarða. Borgin er á krossgötum þjóðvega og járnbrauta og iðnaðurinn
byggist á framleiðslu vefnaðarvöru, efnavöru, vela, rósa, leirmuna,
tóbaks, leðurs, húsgagna, matvæla og bjórs.
Þarna er dýralæknaskóli, opera og leikhús og söfn.
Rómverska nýlendan Ágústa Trajana var stofnuð á grunni
eldri þrakneskrar borgar (Beroea). Á býzantískum tíma hét hún Irenopolis. Ottómanar nefndu hana Eski Zgra á 15. öld.
Búlgarar fengu borgina 1877 en hún var lögð í eyði í Rússnesk-tyrkneska
stríðinu 1877-78 en hún var endurbyggð.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 170 þúsund. |