Sliven er borg í
Austur-Búlgaríu, höfuðborg samnefnds héraðs við suðurrætur
Balkanfjalla. Hún er miðstöð
iðnaðar (vefnaður, gler, teppi, raftæki, vín og matvæli).
Lega hennar er hernaðarlega mikilvæg vegna nálægra fjallaskarða
og þarna hefur því verið byggð allt frá rómverskum tíma.
Tyrkir réðu henni frá 15. öld fram á hina 19. áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 110 þúsund. |