Plovdiv
(Filippopolis) er borg í Suður-Búlgaríu, höfuðborg samnefnds héraðs
við Maritsa-ána. Hún er
viðskipta- og markaðsborg fyrir Plovdiv-lægðina og landbúnaðarhérað,
sem framleiðir tóbak og kvikfé.
Iðnaðurinn byggist á frameiðslu vindlinga, matvæla og
timburvöru, vefnaðar, málma, leðurs og efnavöru.
Þarna eru hlutar gamalla borgarmúra og hliða, dómkirkja,
gamlar kirkjur og moskur, rústir tyrknesks markaðar og forn böð.
Háskólinn var stofnaður 1961.
Þarna eru einnig matvælaskóli, landbúnaðarskóli og tónlistarskóli.
Upprunalega stóð þarna
grísk byggð, sem hét Eumolapias.
Árið 341 f.Kr. lagði Filip II, konungur Makedóníu hana undir
sig og hún fékk nafnið Filippopolis.
Þegar Rómverjar komu til skjalanna árið 46 f.Kr. hét bærinn
Trimontium og var höfuðstaður rómverska héraðsins Þrakía.
Þarna voru háðar margar orrustur og meðal þeirra, sem réðu
borginni voru gotar, Býzantínumenn, Búlgarar, Grikkir, Ottómanar og
Rússar. Plovdiv varð höfuðborg
Austur-Rúmeníu eftir ráðstefnuna í Berlín 1878 og var sameinuð Búlgaríu
1885. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var tæplega 380 þúsund. |