Pernik er borg í
vesturhluta Búlgaríu í samnefndu héraði við Struma-ána í grennd
við Sofíu. Hún er á
krossgötum þjóðvega og járnbrauta og miðstöð brúnkolanáma í nágrenninu
og stáliðju síðan 1891. Þar
er talsvert framleitt af vélbúnaði og kolakubbum úr mylsnu, raftækjum
og gleri. Einnig eru þar rústir
af virki frá býzantískum tíma.
Frá árinu 1949 til 1962 var borgin kölluð Dimitrovo.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 100 þúsund. |