Brasilíuborg sagan,
Flag of Brazil


BRASILÍUBORG
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sagan.  Hugmyndin að höfuðborg fjarri sjó kom fram árið 1789, þegar Joaquim José da Silva Xavier, leiðtogi í sjálfstæðishreyfningunni, setti hana fram.  Hún fékk aftur vængi 1822, þegar sjálfsæði fékkst frá Portúgal.  Árið 1891 var hugmyndinni komið fyrir í stjórnarskránni.  Rúmlega hálf öld leið áður en tókst að brjóta henni leið í gegnum varnir stjórnmála og efnahagslífs.  Það tók átta ára könnun inni í landinu áður en henni var valinn staður 1956 og verkið hófst á byggingu flugbrautar.  Þungavinnuvélar voru fluttar flugleiðis á staðinn og teymi byggingarverkamanna fóru að leggja götur, grafa fyrir Paranoá-vatni og grunna helztu bygginganna.  Samtímis voru þúsundir kílómetra af þjóðvegum lagðar til að tengja nýju borgina við Belo Horizonte, Rio de Janeiro og Sao Paulo í suðri, Belém í norðri og Fortaleza, Recife og Salvador í austri.

Í apríl 1960 var Valdskiptingartorgið vígt og alríkisstjórnin hóf flutninga frá Rio de Janeiro, sem tóku mun lengri tíma en upphaflega var áætlað.  Borgin var tákn um glæsta framtíð þjóðarinnar í augum margra Brasilíumanna.  Hún var tákn um þrautseigju þjóðarinnar í baráttunni við þaulsetin vandamál í efnahags- og félagsmálum með nýtingu auðlinda, sem höfðu ekki verið snertar, inni í landinu.  Gífurlegur kosnaður við uppbygginguna og hönnunina varð tilefni til mikillar gagnrýni.  Útvíkkun samgöngunetsins olli líka miklum óróa meðal náttúruverndarsinna, því að þetta nýja vegakerfi gerði aðgang að regnskógum Amasónsvæðisins mun auðveldari.

Eftir að herstjórn landsins hafði verið velt 1964 hélt uppbygging borgarinnar áfram, þótt mörgum frumáætlunum Niemeyers og Costa hefðu verið kastað fyrir róða á þeim forsendum, að þær fælu í sér Marxíska stefnu.  Borgaralegri stjórn var komið á 1985 og talsverðar breytingar voru gerðar á teikningum í kjölfarið, t.d. var marmara á forhlið dómsmálaráðuneytisins sleppt og farið var eftir upprunalegum teikningum Niemeyers.

Í lok tuttugustu aldar var farið að bera á afleiðingum þessarar hröðu uppbyggingar í sprungum steinsteyptra torga og niðurníðslu ódýrs húsnæðis fyrir almenning.  Félagsleg vandamál og skortur á frumþjónustu í kjölfar mikilla búferlaflutninga til borgarinnar, líkt og í öðrum borgum landsins, urðu erfið viðureignar.  Paranoá-vatnið mengaðist stöðugt meira þar til hreinistöð var byggð til mótvægis.  Vatnið varð aftur að miðstöð útivistar seint á síðasta áratugi aldarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 1995 var 1,8 milljónir.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM