Sucre
í Chuquisaca-héraði er höfuðborg réttarkerfisins í landinu en La
Paz er höfuðborg framkvæmdavaldsins.
Borgin er í fjósömum dal Río Cachimayo-árinnar í 2790 m hæð
yfir sjó. Pedro de Anzúrez,
sigurvegari, stofnaði hana á slóðum indíánaþorps, sem var kallað
La Plata, Charcas og Chuzuisaca (indíánanafn = aðalstöðvar
Charcas), árið 1539. Þar standa margar kirkjur frá nýlendutímanum, þ.m.t.
Basilica Metropolitana (17. öld), La Recoleta, San Lazaro, La Merced,
San Miguel og Santa Clara. Árið1561
varð borgin höfuðborg Charcas-héraðs, sem var þá miðstöð réttarfars
og hersins í Efra-Perú, og árið 1609 varð hún setur erkibiskups.
Einhver elzti háskóli Suður-Ameríku, Boliviana Mayor, Real y
Pontificia de San Francisco Xavier (St. Francis Xavier-háskóli Bólivíu),
var stofnaður þar árið 1624.
Snemma
árs 1809 varð borgin miðstöð uppreisnarmanna og höfuðborg
landsins árið 1839. Að fáum
árum liðnum var nafni hennar breytt í Sucre til heiðurs Antonio José
de Sucre. Árið 1898 olli
tilraun til að flytja höfuðborgina til La Paz borgarastyrjöld.
Niðurstaða hennar var málamiðlun.
Sucre varð réttarfarsleg höfuðborg með hæstarétti landsins
en framkvæmda- og löggjafarvaldið var flutt til La Paz.
Sjálfstæðisyfirlýsing Bólivíu er varðveitt í safninu Casa
de la Independencia (Sjálfstæðishöllinni).
Meðal annarra safna í borginni eru vefnaðarsafn og barnasafn.
Vegakerfið
út frá borginni, m.a. til Potosi, Cochbamba og Santa Cruz auk vega um
landbúnaðarsvæði í nágrenninu, hafa gert Sucre að vaxandi miðstöð
viðskipta. Meðal iðnfyrirtækja
í borginni eru olíuhreinsunarstöð og sementsverksmiðja.
Fótspor risaeðlna hafa fundizt í grjótnámum í nágrenni
borgarinnar. Áætlaður íbúafjöldi
árið 2000 var 192.240. |