La Paz Bólivía,


LA PAZ
BÓLIVÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

La Paz er höfuđborg framkvćmdar- og löggjafarvalds Bólívíu, 68 km suđaustan Titicaca-vatns.  Ţessi stćrsta borg landsins er í 3250-4100 m hćđ yfir sjó og er ţví líka hćsta höfuđborg heims.  Viđ komuna til borgarinnar finna gestir hennar mismikiđ fyrir súrefnisskorti.  Miđborgin er í djúpu og breiđu gljúfri La Paz-árinnar (Choqueyapu).  Borgin er u.ţ.b. 430 m neđan Altiplano-sléttunnar í skjóli fyrir köldustu fjallavindunum.  Undanfarin ár hefur borgin byggzt upp gljúfurveggina og alla leiđ ađ jađri Altiplano.

Alonso de Mendioza, höfuđsmađur og sigurvegari, stofnađi hana á grunni inkaţorps áriđ 1548 og nefndi hana Nuestra Senora de La Paz.  Áriđ 1825 var borgin nefnd La Paz de Avacucho til minningar um síđustu varnarorrustu í sjálfstćđisstríđunum.   Hún varđ ađsetur ríkisstjórnar landsins 1898 en Sucre varđ höfuđborg dómsvaldsins.  Murillotorg norđaustan árinnar er hjarta borgarinnar međ stórri dómkirkju og byggingum ríkisstjórnarinnar og ţingsins.  Fáar nýlendubyggingar hafa stađizt tímans tönn en gömlu, ţröngu og bröttu göturnar, rauđu tígulsteinaţökin, mörg háhýsi og litríkir búningar háfjallaindíánanna međ Nevado Illimani-fjall (6322m) og önnur snćvi ţakin fjöll í bakgrunni setja sérstakan svip á borgina.  Iđnađurinn byggist ađallega á matvćlavinnslu og framleiđslu neyzluvara.  San Andrés-háskólinn (1830), Katólski Bólivíuháskólinn (1966), Ţjóđlistasafniđ og Ţjóđminjasafniđ eru međal margra mennta- og menningarstofnana.

Borgin er tengd perúskum og síleskum höfnum međ skipum um Titicaca-vatn og járnbrautum og hrađbrautum og Argentínu og Brasilíu.  Millilandaflugvöllurinn er ofan borgarinnar á sléttunni.  Áćtlađur íbúafjöldi 1988 var rúmlega 1 miljón.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM