Washington stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Washington er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1889.  Æðsti embættismaður er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum kosningum til 4 ára í senn án framboðstakmarkana.  Aðrir kjörnir embættismenn eru m.a. varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra, ríkisendurskoðandi, menntamálaráðherra, tryggingaráðherra og umsjónarmaður þjóðlendna.

Þingið starfar í öldungadeild (49; 4 ár) og fulltrúadeild (98; 2 ár).  Fylkið á tvö sæti í öldungadeild og níu sæti í fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington DC og ræður 11 kjörmönnum í forsetakosningum.

Allt frá því að Washingon varð fylki í BNA hafa demókratar og lýðvelissinnar skipt með sér verkum.  Kjörmenn fylkisins studdu frambjóðendur lýðveldisflokksins til forsetaembættisins oftast fyrir árið 1932, þegar Franklin D. Roosevelt varð forseti (til 1944).  Þá tók stuðningur við lýðveldisflokkinn við á ný til 1992, þegar Bill Clinton var kosinn forseti.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM