Washington sagan Bandaríkin,


SAGAN
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Indíánarnir, sem bjuggu á Washington-svæðinu áður en Evrópumenn komu til sögunnar voru m.a. af þjóðflokkum nez percé, spokan, yakima, cayuse, okanogan, walla walla og colville (inni í landi) og nooksak, chinook, nisqually, clallam, makah, quinault og puyallup (við ströndina).

Á átjándu öld flykktust evrópskir skinnaveiðimenn til Kyrrahafsstrandar í Washington vegna hins verðmæta sæoturs.  Spænski landkönnuðurinn Bruno Heceta heimsótti þetta svæði árið 1775 og gerði kröfu til þess fyrir hönd þjóðar sinnar.  Árið 1790 gerðu Spánverjar og Bretar með sér svokallaðan Nootka-sundssamning, sem opnaði strandsvæðin milli Kaliforníu og Alska fyrir landnámi íbúa beggja landa.  Árið 1792 kannaði George Vancouver, brezkur sjóliðsforingi, Puget-sundið.  Um næstu aldamót hafði athygli veiðimanna beinzt að landloðdýrum, einkum bifrinum, og Norðvesturfélagið í Montreal átti mikinn þátt í skinnaviðskiptum á Washington-svæðinu.

Fyrstu Ameríkanarnir, sem fengu áhuga á Norðvestursvæðinu upp úr 1780, voru kaumenn frá Boston.  Þeirra á meðal var Robert Gray, sem kannaði Columbia-ána árið 1792.  Lewis og Clark-leiðangurinn (1804-06) jók almennan áhuga á vestursvæðunum og árið 1811 stofnaði John Jacob Astor skinnaverzlunina Astoria við ósa Columbia-árinnar og byggði virki við ósa Okanogan-árinnar.  Árið 1818 sömdu BNA og Bretar um sameininleg yfirráð í Oregon-héraði til tíu ára.

Árið 1846 var samið um núverandi landamæri BNA og Kanada og Washington varð hluti Oregon-héraðs tveimur arum síðar.  Þegar það var skilið frá Oregon 1853 bjuggu færri en 4.000 hvítir menn á svæðinu milli Kyrrahafs og hæstu tinda Klettafjalla.  Fyrsti landstjóri héraðsins, Isaac I. Stevens, brá skjótt við að rýja indíána landréttindum og bæta samgöngur, sem voru lykillinn að hraðara landnámi og bættum efnahag.  Samningar, sem hann stóð að við indíána, áttu að draga úr spennu milli þeirra og landnema, en ákvæði þeirra voru brotin hvert af öðru, þannig að stríðsástand ríkti á árunum 1855-58.  Vegna þessara blóðugu deilna og margs konar tafa við lagningu meginlandsjárnbrautarinnar, var Washington hérað fram á 9. áratug 19. aldar.

Eftir að lagningu Norður-Kyrrahafs- og Miklu-Norðurjárnbraunanna hófst tímabil mikillar grózku fram yfir fyrri heimsstyrjöldina.  Á þessum tíma fjölgaði íbúunum úr 75.000 í 1.250.000.  Í austurhlutanum stunduðu bændur hveiti og nautgriparækt og í vesturhlutanum byggðist lífsafkoman á nýtingur skóga og fiskveiðum.  Boeing-flugvélaverskmiðjurnar, sem voru stofnaðar í fyrri heimsstyrjöldinni, urðu stærsta einkafyrirtækið og vinnuveitandi í fylkinu í og eftir síðari heimstyrjöldina.  Fábreytni og sveiflur í atvinnulífinu leiddu til kreppu og blómaskeiða á víxl.  Áratugina eftir 1940 var farið að virkja vatnsföll í fylkinu og stoðir efnahagslífisins urðu fleiri og stöðugri, þegar fjöldi iðnfyrirtækja fór að nýta sér orkuna (ál o.fl.).

Um miðja 20. öldina varð bylting í landbúnaði vegna áveitna og flóðastýringar auk ódýrs rafmagns.  Þessar framfarir leiddu einnig til aukinnar skipaumferðar og flutninga á ánum.  Vegna náins sambands fylkjanna Washinton og Alaska hefur hið fyrrnefnda lagt æ minni áherzlu á verkefni fyrir sambandsstjórnina og stuðlað að uppbygginu iðnaðar, sem vinnur úr hráefnum frá Alaska.  Á sjöunda, áttunda og níunda áratugi 20. aldar fjölgaði íbúum hratt, einkum í Seattle og á svæðinu við Puget-sundið.  Fylkisstjórnin hélt áfram stuðningi við uppbyggingu iðnaðar með tilliti til umhverfissjónarmiða.

Orðstír íbúanna sem róttæklinga í stjórnmálum stafar af hinu upprunalega bændasamfélagi og róttækum og fyrrum öflugum verkalýðshreyfingum.  Þessi bakgrunnur var frumkvæðishvetjandi og leiddi til innleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslna og laga um lágmarkslaun og neytendavernd.  Leiða má líkum að því, að séreinkenni þjóðlífsins í fylkinu eigi rót sína í einsleitri þjóð, afslöppuðu lífsmunstri og samhljómi við náttúruna.  Margir Bandaríkjamenn hafa notið þessa andrúmslofts í þessu einangraða horni BNA.  Þessi staða fylkisins kom greinilega fram í sambandsþinginu eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar tveir öldungadeildarþingmenn fylkisins, Warren G. Magnuson (1945-81) og Henry M. Jackson (1953 til dánardags) náðu talsverðum áhrifum í afgreiðslu mála, sem snertu heilbrigðisþjónustu, neytendavernd og stefnu í utanríkis- og varnarmálum.  Demókratinn Thomas S. Foley frá Spokane varð forseti fulltrúadeildar sambandsþingsins árið 1989.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM