Washington íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntali 1990 voru íbúar 4.866.692 og hafði fjölgað um 17,8% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 26.  Dreifing búsetusvæða er mjög ójöfn, því rúmlega helmingur íbúanna býr við Puget-sund.  Hvítir 88,5%, negrar 3,1% auk 77.627 indíána, 43.799 Filipseyinga, 34.366 Japana, 33.962 kínverja, 29.697 Kóreumanna og 18.696 Víetnama.  Fólk af spænskum uppruna taldist u.þ.b. 214.600.  Meðal indíánnanna voru hópar  yakima, pend d’oreille (kalispel), spoken og makah.

Menntun og menning.  Fyrsti skóli fylkisins var stofnaður í Fort Vancouver árið 1832.  Héraðsskólakerfi var stofnað árið 1881 og árið 1895 samþykkti fylkisþingið lög, sem gerðu ráð fyrir tekjuöflun til almenningsskóla.

Síðla á níunda áratugi 20. aldar voru grunnskólar 1.858 með 810.200 nemendur auk 59.350 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 55 með 255.800 stúdenta (Washington-háskóli, Seattle-háskóli (1891), Seattle Kyrrahafsháskólinn (1891) og Ríkisháskólinn (1890) í Pullman).

Flestar helztu menningarstofnanirnar eru í Seattle, Tacoma og Olympia.  Í Seattle er Listasafn borgarinnar (1991; afrísk- og indíánalist), Thomas Burke Memorial-Washington State-safnið í Washington-háskóla (söguminjar), Henry-listasafnið, Sögu- og iðnaðarsafnið, Þinghússafnið í Olymplia.

Áhugaverðir staðir.  Helztu ferðamannastaðir eru í borgum og úti í hinni stórbrotnu náttúru.  Þrír vinsælustu þjóðgarðar landsins eru Rainier-fjallaþjóðgarðurinn, Olympic-þjóðgarðurinn og North Cascades-þjóðgarðurinn.  Fjöldi sögustaða og minnismerkja laða söguþyrsta ferðamenn að, s.s. Whitman Mission National Historic Site nærri Walla Walla (fyrsta trúboðsstöðin frá 1836 og vígvöllur frá indíánastríðunum 1847), Fort Vancouver National Historic Site í Vancouver (aðalstöðvar  Hudson Bay-félagsins á vesturströndinni), San Juan Island National Historical Park (minnismerki um átök Breta og Ameríkana) og eitthvert elzta hús fylkisins, Covinton-húsið (byggt 1846), er í Vancouver.

Íþróttir og afþreying.  Fjöllin, árnar, ströndin og mikil skóglendi gefa kost á alls konar útivist og afþreyingu (dýraveiðar, stangveiði, gönguferðir, siglingar, útilegur og skíðaferðir).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM