Washington DC skoðunarvert Bandaríkin,


WASHINGTON DC
Skoðunarverðir staðir

.

.

Utanríkisrnt.

 

**Capitol er setur neðri deildar þingsins með 435 þingmenn og öldungadeildar með 100.  Hvelfing hússins er 80 m há, lengdin 229 m og breiddin 107 m.  Efst á kúplinum er frelsisstytta úr bronzi eftir Thoma Crowford (1863).  Upprunalegu bygginguna (1793-1812) brenndu Bretar 1814.  Endurbyggingu miðhlutans var lokið 1829 en hliðarálmunum var ekki lokið fyrr en á árunum 1851-65.  Forhlið hússins snýr í austur, þar er álitið var, að borgin stækkaði í þá átt.  Því snýr bakhlið Capitol að öðrum aðalbyggingum í borginni og miðborginni sjálfri.  Marmarastéttin, 269 m löng, aftan við Capitol var lögð síðar auk hinna tveggja breiðu trappna við vesturhliðina.  Austurhliðin er prýdd súlnagöngum og lágmynd á miðgafli þeirra er eftir Persico.  Embættistaka forseta BNA fer fram á breiðum þrepum aðalinngangsins.

Hæstiréttur
(Supreme Court) er opinn til skoðunar mánudaga til föstudaga kl. 09:00-16:30.  Húsið var byggt á árunum1929-35 úr Vermont-marmara af Cass Gilbert.  Það líkist stóru hofi með einum stórum sal, þar sem 9 dómarar sitja og kveða upp úrskurði sína undir kjörorðunum 'Jafnrétti fyrir lögum'.  Stærð byggingarinnar, þar sem u.þ.b. 250 manns starfa, á að undirstrika mikilvægi ákvarðananna, sem þar eru teknar.  Hæstiréttur hefur aðeins eina málstofu með 9 dómurum, sem forseti BNA skipar til lífstíðar.  Þeir eru endanlegur úrskurðaraðili um túlkun stjórnarskrárinnar.  Niðurstöður eru ekki alltaf vinsælar en hafa mikið gildi fyrir þjóðfélagsþróunina.  Réttarhlé er frá júlí til september.

*Þingbókasafnið er bæði þing- og landsbókasafn og hið stærsta í BNA.  Það var reist árin 1888-97 úr graníti með Parísaróperuna sem fyrirmynd.  Það er 131 m langt og 104 m breitt. Árið 1939 var reist 5 hæða viðbygging við 2. Stræti.  Fyrstu bækur safnsins komu í 11 kistum frá Englandi.  Brezkir hermenn eyddu þeim í eldi 1814.  Árið 1815 seldi Thomas Jefferson stofnuninni  6.487 binda bókasafn sitt fyrir US$ 23.950.-.  Það varð kjarni hinna 75 milljóna binda, en alls eru u.þ.b. 90 milljónir hluta skráðir í safninu (1988).  Helztu djásn þess eru Inkunabel-bækur, sem voru prentaðar fyrir árið 1500, ein þriggja heilu Gutenbergbiblía frá 1455 og handrit Thomas Jeffersons að sjálfstæðisyfirlýsingunni með viðaukum og leiðréttingum Benjamíns Franklíns og John Adams.  Í safninu eru enn þá 2.400 bindi úr safni Thomas Jeffersons auk bóka úr safni Woodrow Wilsons og Adolfs Hitlers.  Síðan 1870 fær safnið 2 eintök allra bóka, sem eru prentaðar í BNA, þannig að meðalfjölgun bóka er u.þ.b. 1 milljón á ári.  Í tónlistarsalnum eru fágætar Stradivariusfiðlur.  Safnið er opið mánudaga til föstudaga kl. 08.30 - 21:30 og laugardaga og sunnudaga kl. 08:30 - 18:00.  Skoðunarferðir um safnið fara fram mánudaga til föstudaga kl. 09:00-16:00.  Innanhússskreytingar eru eftir 50 bandaríska listamenn, málverk, höggmyndir, litskrúðugur marmari og gyllingar.  Stóri lestrarsalurinn er 49 m hár.  Almenningur má nýta safnið til lestrar á staðnum en þingmenn, embættismenn og fulltrúar erlendra ríkja mega taka bækur með sér.

Ameríska listasafnið er hið eina sinnar tegundar í BNA.  Það var nefnt efir kynblendings-þrælnum Frederick Douglass (1817-95), sem var ráðgjafi Lincolns og Grants.  Það er opið mánu-daga til föstudaga kl. 11:00 - 17:00 og laugardaga og sunnudaga  kl. 12:00 - 17:00.

**Flug- og geimferðasafnið (National Air- and Space Museum) var opnað 1976.  Það er opið alla daga frá kl. 10:00 til 21:00.  Þróun flugs og geimferða er skýrð í 23 sölum.  Í glerfor-salnum  er höggmyndin Ad Astra (til stjarnanna) eftir Richard Lippold.

*Hirshhorn-safnið er fögur hringlaga marmarabygging, sem Smithsonian-stofnunin opnaði árið 1974 fyrir stærsta einkasafn í heimi.  Hinn lettneski banka- og úraníum-milljónamæringurinn Joseph Hermann Hirshhorn (1899-1981) gaf þjóðinni það.  Þar er m.a. að finna 53 verk eftir Moores, 48 eftir Picasso, 47 eftir Matisse, 42 eftir Damier, 26 eftir Manzús, 23 eftir Giacometti, 22 eftir Degas, 21 eftir Rodin og þar að auki verk eftir Marini, Miró, Léger og Renoir.  Einnig er fjöldi höggmynda í styttugarðinum við safnið.

Smithsonianstofnunin (1847-56) er við Jefferson Drive. Húsið er úr rauðum sandsteini í síðnormönskum stíl.  Þar eru aðalskrifstofur stofnunarinnar.  Englendingurinn James Smithson (1765-1829), sem lézt í Genúa, sonur hertogans af Norðimbralandi, lét eftir sig 120.000 pund til eflingar vísindamenntunar.  Jarðneskar leifar hans voru fluttar í grafhvelfingu stofnunarinnar árið 1904.  Safnstjórnina skip varaforseti BNA, fjöldi þingmanna, yfirdómari ríkisréttarins og 9 einstakl-ingar.  Stjórnin tilnefnir framkvæmdastjóra (tveir frá 1977).  Stofnunin hýsir mörg mismunandi söfn, s.s. einkaleyfasafnið, einkasafn stofnandans, gjafir og muni frá aldarsýningunni í Philadelphia.  Safnmunir voru orðnir fleiri en 50 milljónir, þegar gripið var til þess ráðs að skipta þeim á milli ýmissa annarra safna í grenndinni.  Þau eru opin daglega kl. 10:00 - 17:30 og sum lengur á sumrin.  Aðgangur er frír.

*Freerlistasafnið er safn listaverka frá Mið- og Fjarlægari Austurlöndum og málverka bandarískra málara 19. aldar.  Charles Freer auðgaðist af smíði járnbrautavagna í Detroit.  Safnið er opið kl. 10:00 - 17:30 daglega.

*Sögu- og tæknisafnið (National Museum of History and Technology) er opið kl. 10:00-17:30.  Þar eru 50 salir, sem sýnd er í sögu- og tækniþróun BNA.

*Náttúrusögusafnið (National Museum of Natural History) er opið kl. 10:00-17:30.  Jarð-fræði, líffræði, mannfræði og fornleifafræði.

**Þjóðlistasafnið (National Gallery of Art) er opið kl. 10:00-21:00 á sumrin en kl. 10:00-17:00 á veturna.  Eitt athyglisverðasta listasafn heims (>35.000 verk) með verkum alls staðar að og frá öllum tímum.

FBI (Federal Bureau of Investigation)-byggingin.  Þar starfa 20.000 alríkislögreglumenn, þar af 8.700 sérdeildarmenn.  J.E.Hoover (1895-1972).

**Hvíta húsið.  Embættisbústaður forseta BNA.  Tveggja hæða, hvítmálað hús, 52 m langt og 26 m breitt með jónísku anddyri.  James Hoban byggði það 1792.  Adams forseti bjó þar um 1800.  Bretar brenndu það 1814 en það ver endurbyggt fjórum árum síðar.  Árin 1902-03 breytti McKim því og stækkaði.  Árin 1948-52 lét Truman endurnýja það frá grunni.  Jackline Kennedy lét breyta miklu innanhúss 1961-63.  Skoðunarferðir daglega þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00-12:00.  Oft langar biðraðir á sumrin.

*Corcoranlistasafnið.  Stofnað af William Wilson Corcoran 1859.  Húsið er frá 1897.  Næststærsta safn bandarískra málverka og höggmynda.  Metropolitan í New York er stærst.

JFK-miðstöðin fyrir leiklist og tónlist.

*Lincolnsminnismerkið.  Lincoln var myrtur 14. apríl 1865 í Washington.  Brot úr ræðu hans í tilefni kosningar hans í embætti 2. forseta BNA er á sökkli styttunnar ásamt Gettisburgar-ræðunni frá 1863.

*Washington-minnismerkið.  169 m hár obeliska úr Marylandmarmara.

*Phillipssafnið.  Safn málverka bandarískra og evrópskra 19.og 20.aldar málara.

*Dýragarðurinn.  Á þriðja þúsund dýr.  Þar einn elzti fíll í heimi, ef hann er ekki dauður.

Arlington þjóðarkirkjugarðurinn.

*Pentagon,  Varnarmálaráðuneyti BNA.  Byggingin þekur 13,8 ha.  Byggð 1941-43.  Fimm hæða.  10.000 bílastæði.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM