Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar 6.187.358 og hafði
fjölgað um 15,7% næstliðinn áratug. Meðalfjöldi íbúa á hvern
ferkílómetra var 56. Hvítir 77,4%, negrar 18,8% auk 35.067
Filipseyinga, 30.164 Kóreumenn, 21.238 kínverja, 20.693 Víetnamar,
20.494 indverja og 14.893 indíána. Fólk af spænskum uppruna var
160.300.
Menntun og menning. Fyrsti almenni skólinn í BNA var Syms í Hampton í
Virginíu, stofnaður 1634. Thomas Jefferson, landstjóri, lagði
frumvarp um fría menntun fyrir almenning fyrir þingið árið 1779 án
þess, að það fengi brautargengi. Það var ekki fyrr en 1851, að
stjórnarskrá fylkisins gerði ráð fyrir tekjum til að standa undir
almenningsskólum fyrir börn. Svartir og hvítir voru aðskildir í
skólakerfinu fram á sjöunda áratug 20. aldar, þótt hæstiréttur BNA
hefði úrskurðað um ólögmæti aðskilnaðar árið 1954. Skömmu fyrir 1990
voru grunnskólar 1.779 með 985.300 nemendur auk 70.600 í einkaskólum.
Elzta æðri menntastofnun fylkisins og þar með í öllum BNA er William
og Mary-háskólinn (1693) í Williamsburg. Í lok níunda áratugar 20.
aldar voru æðri menntastofnanir 78 með 344.300 stúdenta. Aðrir kunnir
háskólar eru Virginíuháskóli í Charlottesville, Washington og Lee-háskólinn
(1749) og Herháskóli Virginíu (1839) í Lexington og Kennaraháskóli
Virginíu og Ríkisháskólinn (1872) í Blacksburg.
Virginía státar af fjölda góðra safna: Listasafn Virginíu (elzta
ríkissafnið) og Suðurríkjasafnið í Richmond, Abby Aldrich Rockefeller
heimilisiðnaðarsafnið í Williamsburg, Chrysler-safnið í Norfolk,
Jarðvísindasafnið í Blacksburg, Mariners-safnið í Newport News,
Skipasmíðasafnið og Roanoke-listasafnið í Portsmouth.
Áhugaverðir staðir eru margir, þ.á.m. Shenandoah-þjóðgarðurinn, Luray-hellarnir,
og Steinboginn úr kalksteini yfir Cedar-gljúfur nærri Lexington.
Sögustaðir eru næstum á hverju strái: Nýlendusöguþjóðgarðurinn
(Jamestown Island, fyrsta enska byggðin í N-Ameríku) og Yorktown (svipmyndir
af orrustu 1781). Atburða úr borgara/þrælastríðinu er minnst í
Manassas National Battlefield-garðinum, Fredericksburg og Spotsylvania
County Battlefield Memorial-herþjóðgarðinum, Petersburg National
Battlefield og Appomattox Court House National Historical Park, þar
sem Robert E. Lee, hersöfðingi gafst upp 9. apríl 1865 í lok stríðsins
og Ulysses S. Grant, hershöfðingi tók við mesta fjölda stríðsfanga,
sem um getur í stríðinu. Fæðingarstaður George Washington nærri
Colonial Beach og Mount Vernon, bústaður og legstaður hans í grennd
við Axexandria, eru einnig mikilvægir sögustaðir. Aðrir sögustaðir
tengdir merkisfólki eru Gunston Hall, heimili George Mason, sem samdi
uppkast að stjórnarskrá BNA, í grennd við Alexandria, Monticello (búgarður
Thomas Jefferson forseta), Montpelier (heimili James Madison forseta)
og Ash Lawn (heimili James Monroe forseta). Þeir eru allir á
Charlottesville-svæðinu. Þá má bæta við heimili John Marshall dómara
í Richmond, Arlington House, Robert E. Lee-minnisvarðanum nærri
Washington DC, Þjóðarminnismerki Booker T. Washinton með æskuheimili
þessa mikla fræðara í grennd við Roanoke, fæðingarstað Woodrow Wilson
forseta í Staunton og minnismerkið um Douglas MacArthur í Newport
News. Útisafnið Colonial Williamsburg er nákvæmlega endurbyggður bær
frá 18. öld, sem var höfuðborg nýlendunnar. Arlington
þjóðarkirkjugarðurinn er legstaður fjölda merkra Bandaríkjamanna og
þar er grafhýsi óþekkta hermannsins.
Íþróttir og afþreying. Ströndin, árnar, stöðuvötnin og fjöllin gefa
kost á margs konar íþróttum og afþreyingu (sund, stangveiði, tennis,
golf, útreiðar, dýraveiðar, gönguferðir og skíðaferðir). Virginia
Beach er vinsæll ferðamannastaður við Atlantshafið. |