Forðast
skal fáfarna staði í myrkri, s.s. lystigarða, neðanjarðarstöðvar,
lyftur, salerni, fátækrahverfi (nema í lokuðu ökutæki) o.fl. þess
háttar.
Forðast
skal að bera á sér reiðufé, skartgripi og verðmæti.
Bezt að vera með ferðatékka og krítarkort.
Forðast
skal að skilja eftir verðmæti í hótelherbergjum.
Nota öryggishólf hótelanna.
Muna
að nota öryggiskeðjur á herbergishurðum og opna ekki fyrir neinum,
sem ekki er vænzt í heimsókn.
Bezt
er að taka herbergislykilinn með sér, ef farið er út af hóteli.
Forðast
skal að stofna til kunningskapar við ókunnuga og aldrei að treysta
ókunnugum fyrir persónulegum munum eða eigum. |