Vermont sagan Bandaríkin,


SAGAN
VERMONT

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Áður en Evrópumenn komu til sögunnar, börðust iroquoia- og algonquia-indíánar um Vermont-svæðið.  Fyrsti evrópski landkönnuðurinn á þessum slóðum var líklega Frakkinn Sauel de Champlain, sem komst að stöðuvatni nokkru árið 1609, sem var síðan nefnt eftir honum.  Árið 1666 byggðu Frakkar virki á Isle La Motte í Champlain-vatni.  Fyrsta brezka byggðin reis við Dummer-virkið (Brattleboro) árið 1724.  Tvær brezkar nýlendur, New Hampshire og New York kröfðust yfirráða á Vermont-svæðinu.  Þegar Frakkar hrökkluðust burt eftir Franska-indíánastríðið (1754-63) lögðu framangreindar nýlendur enn frekari áherzlu á yfirráðaréttinn.

Á sjöunda áratugi 18. aldar kom fjöldi landnema frá Connecticut, Rhode Island og Massachusetts og New York-nýlendan fór að gefa út landréttarleyfi á umdeildu Vermont-svæðinu og fór að vísa ólöglegum landnemum brott.  Meðal nýrra landnema frá Connecticut var Ethan Allen.  Hann og bræður hans fimm höfðu forystu í andstöðunni gegn brottvísununum.  Þegar lagaleiðir þraut, komu bræðurnir sér upp her, sem þeir kölluðu Grænfellinga og fóru að taka í lurginn á bændum, sem viðurkenndu yfirráð New York-nýlendunnar.

Sjálfstæðisstríðið sameinaði fylkingarnar gegn sameiginlegum óvini (1775).  Ethan Allen og Grænfellingar lögðu Ticonderoga-virkið undir sig með aðstoð Benedict Arnold og hröktu brezkar hersveitir frá Champlain-svæðinu mörgum mánuðum áður en stríðinu var lýst yfir.  Tveimur árum síðar, þegar Bretar gerðu innrás undir forystu John Burgoyne, hershöfðingja, börðust íbúanirnir við þá undir forystu Seth Warner í Hubbardton og Bennington.  Árið 1777 sömdu íbúarnir stjórnarskrá og eftir stríðið stofnuðu þeir sjálfstætt lýðveldi, sem entist til 1791.  New York-nýlendan féll frá yfirráðakröfum og Vermont sótti um aðild að BNA og fékk hana 1791.

20. öldin.  Íbúum fjölgaði hratt á árabilinu 1790-1830.  Eftir það var lítið eftir af landi til úthlutunar og ofnýtingar fór að gæta.  Atvinnuleysi jókst og margir urðu að flytja brott í leit að lífsviðurværi.  Þetta fólk settist gjarnan að í Vestur-New York, í Ohio-dalnum og á Mississippisvæðinu.  Lagning járnbrautanna bætti talsvert úr skák fyrir efnahaginn.  Þá risu vörudreifingastöðvar og bæir.  Mjög hæg uppbygging iðnaðar og áherzlan á landbúnaðinn sem aðalundirstöðu efnahagslífsins dró úr hagvexti.  Seint á 19. og snemma á 20. öldinni hleyptu marmara- og granítnámur, sérhæfður verkfæraiðnaður og ferðaþjónusta nýju lífi í efnahaginn.  Eftir síðari heimsstyrjöldina hurfu smábændur og sumarbústaðir voru byggðir á löndum þeirra.

Íbúarnir voru og eru íhaldsamir og fylkið var eitt höfuðvígja lýðveldisflokksins frá 1860 til 1959 en þá fóru demókratar að njóta aukins fylgis.  Þeim hefur gengið betur vegna innflytjenda frá New York og Massachusetts.  Vermont-búar stóðu harðir gegn stefnu McCarthys á sjötta áratugnum og afþökkuðu styrki frá sambandsþinginu til byggingar hraðbrautar um Grænufjöll.  Síðustu tvær aldirnar hafa íbúarnir verið trúir uppruna sínum og verið sveitamannslegir í stjórnmálalífinu og félagsmálum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM