Spartanburg Suður Karólína Bandaríkin,


SPARTANBURG
SUÐUR-KARÓLÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Spartanburg er borg við rætur Bláfjalla (Blue Ridge Mountains) í Suður-Karólínu.  Hún er miðstöð viðskipta, vörudreifingar og iðnaðar í landbúnaðarhéraði.  Helztu framleiðsluvörurnar eru vefnaðarvörur, fatnaður, efnavörur, gúmmí-, plast- og pappírsvörur og matvæli.  Þar er Wofford-háskóli (1854), Suður-Karólínuháskóli (1967) og Convers-háskóli (1889).  Byggðin fór að myndast á þessum slóðum árið 1785 og var nefnd eftir Spartan-herdeildinni, sem var stofnuð í þessum landshluta fyrir frelsisstríðið.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 45 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM