Greenville Suður Karólína Bandaríkin,


GREENVILLE
SUÐUR-KARÓLÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Greenville er borg í Suður-Karólínu.  Helztu framleiðsluvörur hennar eru vefnaðarvörur, rafeindaætki, tölvuhlutar, þjarkar, lyf og gúmmí.  Þar er Furman-háskóli (1826) og Bob Jones-háskóli (1927) með kunnu trúarlegu listasafni.  Afþreyingarstaðir eru m.a. Friðarmiðstöðin (leikhús) og Sassafras-fjall (sumardvalarstaður og hæsta fjall fylkisins).  Fyrsta byggð myndaðist á þessum slóðum árið 1776 og vefnaðariðnaðurinn hófst á þriðja áratugi 19. aldar.  Talið er, að borgin hafi verið nefnd eftir verksmiðjueigandanum Isaac Green.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 58 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM