Columbia Suður Karólína Bandaríkin,


COLUMBIA
SUÐUR-KARÓLÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Kólumbía, höfuðborg Suður-Karólínu, er stærsta borg fylkisins og dreifingarmiðstöð fyrir afurðir landbúnaðarhéraðs, sem framleiðir perur, sojabaunir og sykurrófur.  Aðrar helztu framleiðsluvörur borgrinnar eru tæki og hlutir fyrir kjarnorkuver, stálvörur, vefnaðarvara, fatnaður og prentað efni.  Fylkisstjórnin er stærsti vinnuveitandinn í borginni.  Meðal áhugaverðra staða eru þinghúsið (1907), Chapelle-stjórnsýslubyggingin (1922; hönnuð af John Anderson Lankford, svörtum arkitekt), og Borgarlistasafnið.  Mann-Simons-kofann byggði nýfrjáls þræll í kringum 1850.  Hann stofnaði síðar eina hinna mörgu kirkna fyrir negra í Suður-Karólínu eftir þrælastríðið.  Bústaðurinn hýsir nú safn um menningu afrískra Bandaríkjamanna.  Columbia er mikilvæg miðstöð menningar og setur Suður-Karólínuháskóla (1901), Borgarháskóla (1854), Benediktsháskóla (1870), Alles-háskóla (1870), Biblíuháskóla (1923) og Lútersks guðfræðiháskóla (1830).  Borgin er nokkurn veginn í miðju fylkinu og var skipulögð þar árið 1786 í samræmi við fylkislög sem ný höfuðborg til að draga úr spennunni milli íbúanna á ströndinni og inni í landi.  Fyrri höfuðborg, Charleston, var á ströndinni.  Löggjafinn nefndi borgina eftir Kristófer Kólumbusi.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 98 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM