Charleston Suður Karólína Bandaríkin,


CHARLESTON
SUÐUR-KARÓLÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Charleston er einhver annríkasta hafnarborg í Suðaustur-BNA.  Höfnin er skjólgóð og næstum landlukt og getur tekið við stærstu hafskipum.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru pappír, málmvörur, efnavörur, vindlar, gúmmívörur og olíuvörur.  Þarna er stór skipasmíðastöð sjóhersins og flugherstöð norðan borgarinnar.  Borgin er setur Charleston-háskóla (1770; elzti borgarháskóli BNA síðan 1837), Læknaskóli Suður-Karólínu (1824) og Citadel eða Herskóli Suður-Karólínu (1842; Lestrarfélag Charleston frá 1748, sem kom upp einu elzta bókasafni í BNA).

Charleston var stofnuð árið 1670 á Albemarle-skaga á vesturbakka Ashley-árinnar og kölluð Charles Town eftir Karli II, Bretakonungi.  Byggðin var flutt á núverandi stað árið 1680 og hún dafnaði fljótt sem miðstöð sjóflutninga og viðskipta fyrir stórt landbúnaðarhérað, þar sem voru ræktuð hrísgrjón, indigo og síðar baðmull.  Um borgina fóru aðalsilfurviðskipti BNA.  Um miðja 18. öldina var bærinn orðinn kunnur fyrir lúxus og menningu með heimsborgaralega íbúa, s.s. franska húgenotta og stærsta gyðingasamfélag í amerísku nýlendunum.  Árið 1773 fengust borgarréttindi og nafn borgarinnar var stytt í núverandi útgáfu.

Árið 1790 var höfuðborgarhlutverkið í fylkinu flutt til Columbia og snemma á 19. öld hafði dregið verulega úr viðskiptum og flutningum.  Borgina skorti fjármagn og fjármálastofnanir og eftir aldamótin 1800 var grundvöllur efnahagsin orðinn lítið annað en baðmull.  Lög Suður-Karólínu um kynþáttaaðskilnað voru samþykkt í borginni í desember 1860 og þrælastríðið brauzt út með skothríð á Sumpter-virkið 12. apríl 1861.  Árið 1867 fannst fosfat í grennd borgarinnar og aftur fór að bitra til í efnahagslífinu.  Smiðshöggið var stofnun skipasmíðastöðvar sjóhersins í fyrri heimsstyrjöldinni og frekari iðnvæðing á vegum hersins í síðari heimsstyrjöldinni bætti um betur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 80 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM