Suður Dakóta íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
SUÐUR-DAKOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 696.004 og hafði fjölgað um 0,8% næstliðinn áratug.  Meðalíbúafjöldi á hvern ferkílómetra var 3,5 manns.  Hvítir 91,6%, negrar 0,5% auk 50.500 indíána (flestir sioux), 531 Filipseyings, 525 Kóreumanna, 285 kínverja, 287 indverja og 286 Japana.  Spænsk-mexíkóskt fólk taldist 5.250.

Menntun og menning.  Landslag fylkisins olli samgönguerfiðleikum og gerði íbúunum erfitt fyrir um stofnun heildarskólakerfis.  Fyrsti skólinn var byggður 1860 í Bon Homme-sýslu.  Tveimur árum síðar stóð héraðsstjórn Dakota-svæðisins fyrir stofnun skólakerfis.  Árið 1864 var fyrsti fræðslustjórinn skipaður.  Seint á níunda áratugi 20. aldar voru grunnskólar 799 með 127.300 nemendur auk 8.100 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 19 með 32.700 stúdenta (Yankton-háskóli (1881) í Yankton, Huron-háskóli (1883) í Huron og Augustana-háskóli (1860) í Sious Falls).

Fjöldi safna hýsir minjar um list og menningu indíána.  Þeirra á meðal eru Siousland Heritage-safnið í Sioux Falls, Dacotah sléttusafnið í Aberdeen, Sious-indíána- og handiðnaðarsafnið í Rapid City, W.H. Over-safnið í Suður-Dakotaháskóla í Vermillion, Robinson-safnið í Pierre, Jarðfræðisafnið (grjót og kristallar frá Svörtuhæðum og steingervingar frá Badlands) í Rapid City, Suður-Dakota minningarlistamiðstöðin í Brookings og Pioneer Auto-safnið og Antique Town í Murdo.

Auðlindir, framleiðsla, iðanaður.  Námugröftur stendur undir 1% vergrar þjóðarframleiðslu.  Einhver stærsta gullnáma BNA, Homestake, er í Lead í Svörtuhæðum og sandur og möl eru nýtt alls staðar í fylkinu.  Einnig er grafið eftir úran, kopar, blýi, silfri, olíu, surtarbrandi, graníti og kvartzi.

Landbúnaður á 13% í vergri þjóðarframleiðslu (nautgripir, svín, sauðfé) og skilar af sér ýmsum afurðum (nautakjöt, svínakjöt, mjólkurvara og lambakjöt).  Uppskeran er aðallega hafrar, rúgur, maís, hveiti og hey (alfalfa).

Nýting skóga er veigamikill iðnaður (timbur, pappír og girðingastaurar).  Helztu trjátegundirnar, sem eru nýttar, eru ponderosafura og baðmullarösp.

Iðnaðurinn á 10% í vergri þjóðarframleiðslu.  Helztu framleiðsluvörur eru matvæli, vélbúnaður til iðnaðar, timbur, rafeindatæki, málmvörur, nákvæmnistæki, prentað mál og samgöngutæki.

Áhugaverðir staðir.  Ferðaþjónusta er næstmikilvægasta atvinnugrein landsins.  Meðal helztu ferðamannastaða eru Vindhellaþjóðgarðurinn, Badlands-þjóðgarðurinn, Jewel Cave þjóðarminnismerkið, sögulegi námubærinn Deadwood, Prairie Homestead í Badlands, Pierre-virkið í Pierre, Yankton-virkið í Yankton, Sléttuþorpið í Madison, Rushmore-fjall í grennd við Rapid City og Crazy Horse minnismerkið í nágrenni Custer.

Íþróttir og afþreying.  Stöðuvötn, hæðir og almenningsgarðar gera ástundun margs konar íþrótta og útivistar mögulega (dýraveiðar, stangveiði, gönguferðir, sund, siglingar, útreiðar, golf, skíða- og snjósleðaferðir).  Helztu útivistarsvæðin eru Svörtuhæðir í vesturhlutanum og Vatnasvæðið í norðausturhlutanum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM